Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 103
ST. BERNHARÐSHUNDURINN ER ENN Á VERÐI
101
er leitt loft niður í holuna um ör-
mjótt gat. Maður á að geta lifað
þarna niðri, sex til tíu fet undir
yfirborðinu í 30 mínútur eða svo.
Hlutverk hundsins er síðan að finna
hvar holan muni vera og krafsa sig
niður til mannsins. Þetta atriði er
endurtekið þar til hundurinn er orð-
inn svo leikinn, að honum mistekst
aldrei að finna manninn.
Næst er hundurinn látinn leita
uppi tvo menn og er þá annar miklu
dýpra en hinn, kannske 13 til 20
fet undir yfirborðinu.
Síðasti liðurinn í æfingakerfinu
er það, að hundinum er kennt að
finna muni hins týnda, en slíkir
munir eru oft hið eina sem bendir
til, hvað orðið hafi af hinum horfna
manni.
Presturinn sagði, að menn skiptu
hæfni hundanna í þrjú stig. Fyrst
væru þeir, sem gætu fundið mann,
sem væri 6 fet undir yfirborðinu
einhvers staðar á 267 ferfeta svæði,
næst kæmu hundar, sem væru
orðnir svo þjálfaðir, að þeir gætu
haft undir 856 ferfeta svæði og
fundið þar mann á 6 til 10 feta
dýpi. Úrvarlshundarnir eru svo
þeir hundar, sem geta haft undir
1284 ferfeta svæði og fundið þar
mann grafinn 6 til 10 fet niður og
einnig fundið hluti, sem grafnir
eru nær því 3 fet niður.
Þegar hundur hefur fundið mann,
krafsar hann holu niður að honum,
svo að maðurinn fái loft til að anda
að sér. Með hundinum er stjórnandi
hans, sem grefur strax á eftir hund-
inum.
Presturinn ákvað að efna til
einnar æfingar fyrir okkur. Við
St. Bernharðshundur að cefingu.
höfðum veitt því athygli um hríð,
þar sem við sátum við gluggann,
að nokkrir menn höfðu starfað að
greftri að því er virtist í miðri
skíðabrautinni, en þarna voru
margir á skíðum og þeir urðu að
sveigja hjá mönnunum, sem voru
að grafa. Við sáum, að þarna var að
myndast geysistór hola, og innan
lítillar stundar var hún orðin nægj-
anlega stóri fyrir mann. Ungur
maður stökk nú niður í hana og
hinir mokuðu ofan á hann og jöfn-
uðu síðan vandlega ummerkin, og
skíðamennirnir renndu sér marg-
sinnis yfir staðinn, þar til engin
leið var að sjá, að þarna hefði verið
grafin hola. Og svo var komið með
Bari, en svo hét annar þeirra
tveggja hunda sem nú voru í þjálf-
un, en það gekk hægt að komast
áleiðis, því að allir þurftu að klappa
Bari eða taka í löppina á honum
í kveðjuskyni.
Lokst komst þó Bari á staðinn
og munkurinn, sem stjórnaði honum