Úrval - 01.03.1968, Side 109

Úrval - 01.03.1968, Side 109
DROTTNING HAFSINS KVEÐUR 107 York. Þar var það málað grá-brúnt En 21. marz 1940 lagði það úr höfn með leynilegar fyrirskipanir. M'ánuði seinna var Mary komin til Sidney í Ástralíu. Þar var skip- inu mikið breytt og allur lúxus- búnaður tekinn úr því. Kojum og hengirúmum var hvarvetna komið fyrir og nú flutti það 3500 farþega í stað 2000. Eftir því sem leið á stríðið var sífellt fleiri og fleiri farþegum bætt við, og að síðustu flutti það 15.000 hermenn, heila herdeild. Hermönnunum var þjapp- að svo þétt saman, að tveir eða þrír skiptust á um að nota sömu koj- una. Mest allt stríðið sigldi skipið án herskipaverndar. Hraði þess var þrisvar sinnum meiri en U-kafbáts. í öllu stríðinu sá skipshöfnin hvorki sprengju eða tundurskeyti né not- aði varnarvopn skipsins. Eftir inn- rásina í Frakkland gegndi Mary tvöföldu hlutverki, flutti bandarísk- ar hersveitir austur um haf, en særða menn vestur um haf í baka- leiðinni. Stundum hvíldi gífurleg leynd yfir vissum hluta skipsins. Þýddi það alla jafnan, að colonel Warden, öðru nafni Winston Churc- hill væri um borð, oft ásamt her- foringjaráði sínu . Er stríðinu lauk, flutti Mary 9000 eiginkonur hermanna og 4000 börn þeirra vestur um haf. í september 1946 var öllum flutningum í þágu stríðsins lokið og skipið sett í þurr- kví. Og margt þurfti að lagfæra. Skip- ið varð að búa nýjum húsgögnum og þúsundum fangamarka banda- rísku hermannanna varð að ná af borðstokknum. Lítill hluti borð- stokksins var þó sendur banda- ríska hernum til minja. Eitt sinn unnu 4000 manns í einu við lag- færingar á skipinu. Samt tók heilt ár að gera það aftur hæft til far- þegaflutninga. En brátt tók að síga á ógæfuhlið- ina fyrir Mary. í júlí 1952 setti bandaríska skipið United States hraðamet yfir Atlantshafið og Cun- ard skipafélagið varð að nema burt setninguna „Hraðskreiðasta far- þegaskip heimsins" úr auglýsingu um Mary. Hvert áfallið rak nú ann- að. Skipið tók niðri við Cherbourg og skrokkinn varð að treysta með mörgum tonnum af steinsteypu. Á- ætlunarferðir féllu iðulega niður vegna verkfalla og eftir eitt verk- fallið sem stóð í sex vikur, varð að setja skipið í þurrkví til að ná burt 200 tonnum af hrúðurkörlum sem söfnuðust á skipið meðan það lá í höfn. Versta áfallið kom samt með tilkomu farþegaþotanna. Eftir það nam hallinn á rekstri skipsins um 115 milljónum króna á ári. Og í síðastliðnum maí var svo ákveð- ið að selja Qneen Mary ásamt Queen Elizabeth. 18 tilboð bárust í skipið. Hag- stæðasta tilboðið hljóðaði upp á tæpar 200.000.000 króna og var frá Long Beach í Kaliforníu. Verður þar hluti skipsins notað- ur sem sjódýrasafn. Liggjandi við festar við strönd Kaliforníu mun því Queen Mary halda áfram að gegna sínu upprunalega hlutverki — að veita þeim, sem um borð koma gleði og skemmtun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.