Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 109
DROTTNING HAFSINS KVEÐUR
107
York. Þar var það málað grá-brúnt
En 21. marz 1940 lagði það úr höfn
með leynilegar fyrirskipanir.
M'ánuði seinna var Mary komin
til Sidney í Ástralíu. Þar var skip-
inu mikið breytt og allur lúxus-
búnaður tekinn úr því. Kojum og
hengirúmum var hvarvetna komið
fyrir og nú flutti það 3500 farþega
í stað 2000. Eftir því sem leið á
stríðið var sífellt fleiri og fleiri
farþegum bætt við, og að síðustu
flutti það 15.000 hermenn, heila
herdeild. Hermönnunum var þjapp-
að svo þétt saman, að tveir eða þrír
skiptust á um að nota sömu koj-
una.
Mest allt stríðið sigldi skipið án
herskipaverndar. Hraði þess var
þrisvar sinnum meiri en U-kafbáts.
í öllu stríðinu sá skipshöfnin hvorki
sprengju eða tundurskeyti né not-
aði varnarvopn skipsins. Eftir inn-
rásina í Frakkland gegndi Mary
tvöföldu hlutverki, flutti bandarísk-
ar hersveitir austur um haf, en
særða menn vestur um haf í baka-
leiðinni. Stundum hvíldi gífurleg
leynd yfir vissum hluta skipsins.
Þýddi það alla jafnan, að colonel
Warden, öðru nafni Winston Churc-
hill væri um borð, oft ásamt her-
foringjaráði sínu .
Er stríðinu lauk, flutti Mary 9000
eiginkonur hermanna og 4000 börn
þeirra vestur um haf. í september
1946 var öllum flutningum í þágu
stríðsins lokið og skipið sett í þurr-
kví.
Og margt þurfti að lagfæra. Skip-
ið varð að búa nýjum húsgögnum
og þúsundum fangamarka banda-
rísku hermannanna varð að ná af
borðstokknum. Lítill hluti borð-
stokksins var þó sendur banda-
ríska hernum til minja. Eitt sinn
unnu 4000 manns í einu við lag-
færingar á skipinu. Samt tók heilt
ár að gera það aftur hæft til far-
þegaflutninga.
En brátt tók að síga á ógæfuhlið-
ina fyrir Mary. í júlí 1952 setti
bandaríska skipið United States
hraðamet yfir Atlantshafið og Cun-
ard skipafélagið varð að nema burt
setninguna „Hraðskreiðasta far-
þegaskip heimsins" úr auglýsingu
um Mary. Hvert áfallið rak nú ann-
að. Skipið tók niðri við Cherbourg
og skrokkinn varð að treysta með
mörgum tonnum af steinsteypu. Á-
ætlunarferðir féllu iðulega niður
vegna verkfalla og eftir eitt verk-
fallið sem stóð í sex vikur, varð
að setja skipið í þurrkví til að ná
burt 200 tonnum af hrúðurkörlum
sem söfnuðust á skipið meðan það
lá í höfn. Versta áfallið kom samt
með tilkomu farþegaþotanna. Eftir
það nam hallinn á rekstri skipsins
um 115 milljónum króna á ári. Og
í síðastliðnum maí var svo ákveð-
ið að selja Qneen Mary ásamt
Queen Elizabeth.
18 tilboð bárust í skipið. Hag-
stæðasta tilboðið hljóðaði upp á
tæpar 200.000.000 króna og var frá
Long Beach í Kaliforníu.
Verður þar hluti skipsins notað-
ur sem sjódýrasafn. Liggjandi við
festar við strönd Kaliforníu mun
því Queen Mary halda áfram að
gegna sínu upprunalega hlutverki
— að veita þeim, sem um borð
koma gleði og skemmtun.