Úrval - 01.03.1968, Side 118
116
ÚRVAL
eigið sameiginlegan vin. Þið verið
báðir steinhissa, og það er ekki ó-
líklegt, að annar ykkar segi: „Já,
heimurinn er lítill!“
Hann er það vissulega. Þjóðfélags-
fræðingar við Tækniháskóla Massa-
chusettsfylkis komust að þeirri nið-
urstöðu í rannsóknum sínum, að
bandarískir borgarar eigi að meðal-
tali einhver bein samskipti við 500
manns. Sérhver er hlekkur í mörg-
um, ólíkum kunningjakeðjum. Og
þeir hafa reiknað það út, að séu
tveir Bandaríkjamenn teknir sem
dæmi af handahófi, t. d. einhver
Smith og einhver Brown, séu lík-
urnar á því, að þeir þekkist, 1 á
móti 200.000. En samt eru líkurnar
á því meiri en jafnar, að Smith
þekki einhvern, sem þekkir ein-
hvern, sem þekkir Brown.
Sálfræðingurinn Stanley Milgram
fékk einmitt styrk til þess að rann-
saka þetta, frá Rannsóknastofnun
mannlegra samskipta, sem er starf-
rækt við Harvard-háskólann. Hann
valdi sér hóp manna af handahófi
í borginni Wichita í Kansasfylki.
Þessu fólki var fengið plagg og því
var sagt að senda það í pósti til
einhvers kunningja (þ. e. einhvers,
sem það þekkti svo vel, að það
ávarpaði hann með skírnarnafni),
sem virtist líklegastur til þess að
þekkja „skotmarkspersónuna", en
hún var eiginkona guðfræðinema
eins í Cambridge í Massachusetts-
fylki. Kunninginn, sem fékk plagg-
ið í póstinum, átti svo að senda það
til eins af sínum kunningjum, og
síðan átti keðjan að halda áfram,
þangað til plaggið bærist konunni
í hendur. Sálfræðingurinn vonaði
a. m. k., að svo mundi fara að lok-
um.
En honum til mikillar undrunar
voru aðeins fjórir dagar liðnir, þeg-
ar maður einn afhenti konunni
plaggið og sagði: „Alice, þetta er
til þín.“ Bóndi einn í Kansas hafði
sent plaggið til prests, sem hafði
sent það til vinar síns, sem var
prestur í Cambridge, en hann hafði
síðan afhent það Alice. Þarna var
um að ræða keðju með aðeins tveim
aukatengiliðum milli fyrstu persón-
unnar og hinnar endanlegu.
Við þessa rannsókn kom það fram,
að þessir tengiliðir voru frá 2—10
að tölu, en meðaltal þeirra var 5.
En flestir þeir, sem voru spurðir
að því, hve marga tengiliði þeir
álitu vera nauðsynlega til þess, að
plaggið bærist réttum viðtakanda
í hendur, sögðust halda, að til þess
þyrfti hvorki meira né minna en
100 tengiliði. Þessi „Kunningja-
keðja“ sýnir það og sannar ótví-
rætt, að slúður og snjallar gaman-
sögur og skrýtlur berast með undra-
verðum hraða um gervallt landið.
Þú þarft að vita um fjölda hinna
ýmsu niðurstaðna, sem jafnar líkur
hafa, eigi þér að takast að finna
líkurnar á einhverri einni niður-