Úrval - 01.03.1968, Síða 120
■ Þegar ég sá hann í fyrsta
sinn var hann 13 ára.
Þetta var árið 1923, í
Yankee Stadium í New
York, og ég var þá í-
þróttafréttaritari. Þá var það eitt
sinn er ég var að horfa á baseball
úr fréttaritarastúkunni, að ég sá pilt
með kylfutré hlaupa fram og aft-
ur um völlinn. Ég spurði hver hann
væri. „Veit það ekki. Einhver ung-
lingur,“ var svarað.
Mig langaði til að vita meira um
þennan ókunna ungling, en það fórst
fyrir að ég ítrekaði þessa spurningu
við nokkurn sem kunni að svara
henni. Ari seinna var hann horfinn
af vellinum.
Nú veit ég hver hann er. Hann
er John Tucker Hayward, gamall
varasjóliðsforingi í sjóher Banda-
ríkjanna, rektor við sjóliðsforingja-
skóla þeirra og einn af fremstu
kjarnorkufræðingum þar í landi.
Honum hafði reynzt leið sín til
frama opin og bein, eftir að fyrstu
hrakföllunum slotaði.
Hann var rekinn úr herþjónustu
fyrir að brjóta aga. Þá fór hann í
gagnfræðaskóla en hætti þar eftir
tvö skólaár. Eftir það vildi hann
ekki neitt reglubundið skólanám
stunda, og með því að segjast eldri
en hann var, tókst honum að kom-
ast í sjóher Bandaríkjanna.
Eftir þriggja vikna basl við að
læra undirstöðuatriði herþjálfunar í
Newport, Rhode Island, lá við sjálft
að hann hlypist frá þessu líka. Hann
spurði föður sinn, sem var verk-
fræðingur, og uppgjafasjóliði úr
spænsk-bandaríska stríðinu, hvort
hann vildi ekki gera tilraun til að
Duglaus
drengur sem
varð
afreksmaður
Eftir PAUL GALLICO.
118
Readers Digest