Úrval - 01.03.1968, Page 130
128
í Liverpool var það ekki lítilsvert
að geta spilað í hljómsveit, — ekki
sízt að því er stúlkurnar þar á staðn-
um snerti. Og eftir að þeir tóku
höndum saman við Brian Epstein,
sem var aðalmaðurinn í því að ryðja
þeim brautina til frægðar og frama,
opnðist þeim líka leið burt frá Liver-
pool. En Brian dó í ágúst 1967.
Hver þeirra hefir sín persónuein-
kenni allgreinileg. Paul, sem er út-
sláttarsamur og málgefinn, er um-
leikinn nokkurskonar töfrabjarma,
hann lægir ósamlyndi, hann hefur
tök á að fræða, hann er jafn auð-
veldur viðskiptis og þægilegur í
einkalífi sínu sem list sinni. George,
sem fyrst var hlédrægastur af þeim,
er nú með lífi og sál í indverskri
tónlist og heimspeki, en annars er
hann sá, sem bezt tökin kann á
hljóðfæri sínu af þeim öllum, en
hann hefur alltaf leikið á gítar.
Ringo, sem er hverjum manni yfir-
lætislausari, er einnig sá sem mest
og bezt skopskyn hefur, hann er
sá sem breytingum veldur, en einnig
sá sem jafnar um. Hinn dularfyllsti
— og líklega sá sem mest er í varið
— er John, upphafsmaðurinn, hann
er íhugulli og staðfastari en hinir,
en upp á síðkastið er hann orðinn
undarlega innhverfur og utan við.
Síðan bítlarnir hættu að ferðast
um fyrir svo sem ári, hafa þeir haft
betra næði til að sinna áhugamál-
um sínum og einkastarfi. John hef-
ur hlutverk í hinni mjög þekktu
kvikmynd Richards Lesters, How I
Won the War, og Paul hefur samið
lög fyrir The Family Way. En enn
sem fyrr starfa þeir mest saman í
ÚRVAL
hóp og spila þá inn á grammófón-
plötur söngva sína.
Þeir hafa nú skipt um hátt í hlut-
verkum sínum, og vinna nú fremur
að tilraunum ýmsum, og nýbreytni
og þegar þeir sungu lögin á plöt-
unni sem kallast Sgt. Pepper, tók
það þá 20 klukkutíma að ná þeirri
draugalegu annarsheims stemmingu,
sem þeir vildu við hafa, í hverju
lagi fyrir sig og þeir lögðu þá nótt
með degi við verk sitt.
Nokkrir þeirra, sem þetta hafa
kynnt sér, álíta, að árangurinn af
þessu — hljómmyndir mætti kalla
það — séu áfangi á þeirri leið, sem
að endingu muni sameina bítlatón-
list „klassiskri" tónlist samtíðarinn-
ar. „Nú þegar,“ segir Robert Tusler
dósent í tónlist tuttugustu aldar við
háskóla Kaliforníu í Los Angeles,
„nú þegar hafa bítlarnir tileinkað
sér allmikið af því sem í elektrón-
iskri tónlist felst, því sem hún ætti
að vera umkomin að tjá, og tón-
skáldin í flokknum í Köln hafa unn-
ið að og unnið úr. Þeir (bítlarnir)
hafa lagt fram mikilsverðan skerf
til elektróniskrar tónlistar.“
Með tilliti til þess sem bítlunum
hefur áunnizt væri það óvarlegt að
andmæla George Harrison, er hann
segir: „Við erum í rauninni aðeins
að byrja, eða varla það. Nú fyrst
erum við að gera okkur ljóst að
hverju við eigum að stefna, og hvað
við eigum að leiða fram til full-
komnunar — hvaða vegg við eigum
að rjúfa, hvaða þröskuld að stíga
yfir. Við vitum ekki hvað í vænd-
um er, því það nær langt út yfir
takmörk þess sem við getum gert
okkur í hugarlund."