Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 24

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 24
22 ÚRVAL voru til taks, ef aðstoðar var þörf. Flugmaðurinn Kjeld Willumsen horfði með skelfingu á fólkið, hvernig það barðist um í öldurótinu allt í kringum skipið, sem lá þarna á hliðinni líkt og dauðvona hvalur. Hann stöðvaði þyrluna í þrjátíu feta hæð yfir björgunarbát hlöðnum konum og börnum. En í þessari hæð voru björgunarstörf yfirleitt unnin. Hann varð þó fljótlega að hækka flugið, er öldutopparnir tóku að skella á þyrlunni. Þetta var mjög áhættusamt, en fólkinu varð að bjarga, hvað sem það kostaði. Will- umsen lét nú þyrluna síga varlega niður í öldudalina, þar til hún snerti næstum því sjóinn. Björgunarlínu var kastað til skipsbrotsmanna og þeir síðan dregnir upp í vélina. En þetta þurfti að gerast í skyndi, því að þyrlan varð að hækka flugið strax aftur upp í 60 til 70 feta hæð, áður en fjallháar öldurnar færðu hana í kaf. Allt gekk þó að óskum, og innan stundar var búið að bjarga fyrstu skipbrotsmönnunum. Skyndilega sá Willumsen tvö skip á siglingu á að gizka fimm mílur frá slysstaðnum. Þau vofu senni- lega að svara hjálparbeiðninni, en líklega villzt af leið. Flaug hann strax í átt til þeirra og gaf þeim merki um, hvar slysstaðurinn væri. Skipin, norska kaupskipið Polarhav og rússneski togarinn Joseph Grief- enberger. breyttu þegar um stefnu og héldu á eftir honum. Þegar fjórar aðrar björgunarþyrl- ur komu einnig til hjálpar, kallaði Willumsen gegnum talstöðina: „Það er of áhættusamt að láta björgunar- menn síga niður meðan veðurofs- inn er þetta mikill. Gerið það ekki nema I ýtrustu neyð.“ Varla hafði hann sleppt orðinu, þegar þess varð þörf, því að þarna skammt frá hafði drengur fallið fyrir borð úr gúm- báti. Einn farþeganna stakk sér strax á eftir honum og tókst að ná í hann. Og þarna flutu þeir í sjón- um og héldu dauðahaldi hvor í annan.“ „Flýttu þér niður til þeirra,“ skipaði Willumsen Bent Rasmussen bj örgunarmanni. Rasmussen náði ekki taki á skips- brotsmönnunum fyrr en í fjórðu tilraun, því að björgunarlínan, sem hann hékk í, dinglaði fram og aftur eins og klukkupendúll í veðurofs- anum. Þó tókst honum að hjálpa manninum, sem stakk sér eftir drengnum, upp í gúmbátinn, binda björgunarlínuna utan um drenginn og koma honum upp í þyrluna. Aldrei höfðu dönsku flugmenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.