Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 47

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 47
ÆVI SAMUELS JOHNSONS 45 voru þeir ekki á sviði lögfræðinn- ar, sem faðir hans hafði att honum í, nauðugum, heldur beindust þeir að ritmennsku. Sterkasta hlið höf- undarins Boswells var sjálfsopin- berun. Áður en hann hitti Johnson hafði hann álitið Lundúnadagbók sína, sitt mikilvægasta verk. En nú þegar hér var komið, varð John- son fljótt nokkurs konar betri helmingur Boswells, og ef svo má segja, þá opinberaði Boswell sig í Johnson, eða fann boðskap sínum útrás í því að skrifa um hinn mikla mann. Þegar bók Boswells er opnuð, heyrir maður hvar doktorinn renn- ir niður teinu sínu eða hámar í sig steikarsneiðar og fiskisósu. Það má heyra hann loðmæltan af port- víni eða þegar einhver leyfir sér að gagnrýna einhver orð hans og heggur sökudólginn í herðar nið- ur fáum meitluðum setningum, þaulhugsuðum og þungum. Þar eru líka líflegar lýsingar á háttum hans og furðulegum kækjum, hann tók stundum hrikaleg þunglyndis- köst, óttaðist dauðann mjög, og var illa haldinn af ímyndunarveiki alla ævi auk þess sem hann gekk aldrei svo eftir nokkurri götu, að hann kæmi ekki við alla staura sem við hana stóðu, af einhverjum huldum ástæðum. Sannleikurinn er sá, að bókin, sem gnæfir yfir aðrar ævi- sögur, er því mjög nærri að vera sjálfs ævisaga. Hún hefur því raun- ar tvöfalt gildi, því að bæði John- son og Boswell voru einstæðir menn, þótt ólíkir væru og báru um margt af samtíð sinni. Samuel Johnson fæddist árið 1709 í stjórnartíð Önnu drottningar I. Hann var sonur bóksala í Lichfield, sem raunar fór á höfuðið. Sem drengur hafði hann geysilegt minni og þekkti snemma til hinna fornu latnesku höfunda, en það var stærsti þáttur menntunar á þeim dögum. Samuel fór frá Pembroke College í Oxford próflaus, eftir að hann hafði deilt við mann þann, sem hafði að nokkru staðið undir útgjöldum við skólavist hans þar. Hann reyndi sig því næst við kennslu og einn af fyrstu nemend- um hans var David Garrick, sem líka var frá Lichfield. Ungur að árum kvæntist hann svo ekkjufrú Porter, en hún var honum tuttugu árum eldri og hann kallaði hana aldrei annað en Tetty. Þetta var ekki ójafn ráðahagur, því að þau voru bæði heldur ólánleg útlits. Hún dó árið 1752 og hafði þá deilt með Johnson hinum mörgu árum hans og fáeinum hinna feitu. Hann hafði þá ekki fengið út gefna hina miklu „Orðabók enskrar tungu“, en Tetty hafði hins vegar árum saman séð hann berjast við að hafa í sig og á, með því að vinna við þýðingar og annað slíkt. Á hinn bóginn hafði hann þá þegar birt kvæði um Lundúnir, sem hafði hlotið lof Pope’s, sem sjálfur var mesta skáld sinnar tíðar, og enn- fremur hafði Johnson þegar fengið mikið orð á sig fyrir greinar sínar og ritgerðir, sem hann birti í „Veg- farandanum". Hann var orðinn talsmaður há- enskrar hugsunar og hafði lengi verið Jakobíni. Og 1754 skipti sköp- um í lífi hans: Hann gaf út orða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.