Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 29

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 29
SKYTTURNAR 27 stofum hertogans af Orleans. Dumas hafði mikinn þykkan hár- lubba og þykkar útstæðar varir, arf frá ömmu hans frá Haiti, og hann var ákaflega fráfróður, en vinur hans einn hjálpaði honum til mennta og Dumas fékk brátt mikla löngun til skrifta. Þeir tveir unnu síðan saman að samningu nokkurra revía sem allar tókust heldur illa, og það var ekki fyrr en Dumas var orðinn tuttugu og sjö ára að honum heppnaðist við fyrsta meiri háttar verk sitt, sem var sögulegur harmleikur. Stíllinn var rómantískur og bókin aflaði Dumas nokkurra vinsælda. En frægðin var á næsta leyti við hann, og árið 1829 birtist leikur hans „Henry 3. og ljónið“, sem fékk honum viðurkenningar undir eins. Um það leyti fór Dumas að taka á sig þá mynd sem heimurinn kann- ast bezt við: hann elskaði lífið, var eyðslusamur, fjörugur náungi og hjartahlýr. Nú var hann orðinn þekktur og hljóp þá strax til og útvegaði sér nauðsynlegustu hluti eins og einglyrni, skrautlegan jakka, vagnhest, þjón og íburðar- mikla íbúð. Hann fylltist barns- legri gleði yfir velgengni sinni. Hann talaði án afláts, reytti af sér brandara og brosti framan í hvern sem var, jafnt vini sem óvini. Nú var farin að brjótast í honum sú mikla sköpunargáfa, sem síðar kom fólki til þess að kalla hann Ljónið frá París. Allur hinn siðmenntaði heimur las verk Papa Dumasar en einhver hrifnasti lesandinn var hann sjálfur, eins og hann játaði. Frá árinu 1830 og þar til hann dó, sjötugur að aldri, tókst Dumasi að skrifa svo mikið, lifa svo íburðar- miklu lífi og halda svo stöðugum víðtækum vinsældum, að fá eða engin dæmi önnur eru til. Öllum þótti vænt um hann, nema fáeinum mönnum eins og þeim Hugo, de Musset og Balzac, sem allt að því hötuðu hann vegna þess hve vin- sælli hann var þeim. Fólk tók jafn- vel sjálfsáliti Dumasar með jafn- aðargeði sökum þess hve barnslegt það var. Hann elskaði ævintýri og spennu og bauð við hinum þung- lamalegu rómantísku verkum sem þá höfðu verið nokkuð lesin um hríð. Lífsskoðun hans var þannig vaxin að hann varð alla ævi aðeins stór drengur, og þetta kom vel í ljós í Skyttunum, sem hann skrif- aði með eldingarhraða að áliðnu ári 1843 og birtist sem framhaldssaga snemma árs 1844. Bókin öðlaðist undir eins svo geysilegar vinsæld- ir, að Dumas sjálfur varð sem steini lostinn, því að í henni er ekki að finna neina dýpt í hugsun eða neina tilraun til þess að kryfja nokkur æðri rök eða nostra við stíl. Bókin er aðeins heilmikill hrærigrautur sagnfræði og frásagn- arlistar, með hraðri atburðarás og skrifuð til þess eins að skemmta fólki og alveg laus við allt bragð af bókmenntalegu meistaraverki. Nú hafa menn reynt ýmislegt til að finna að aðferðum Dumasar. Eitt var það t.d. að hann var ekki einn um skriftirnar — hafði oft aðra sér til aðstoðar. Sá helzti þeirra var Auguste Maquet, en hann var ungur höfundur og fræði- maður og gerði mikið til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.