Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 86

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 86
84 ÚRVAL kastaði honum í loft upp 5—6 sinnum, og einn áhorfandi lýsti yfir því, að hann héldi, að hann væri að „verða loftveikur af að horfa á nautabanann“. En alltaf reis Manuel á fætur á nýjan leik og hélt áfram að egna nautið. Það var eitthvað ógnvænlegt við æðru- leysi hans og ofurmannlegan kjark þennan dag. Hann virtist gera sér far um að láta bera sem mest á takmarkalausum kjarki sínum. Það var eins og hann væri alveg skeyt- ingarlaus um líf sitt og áhorfendum fannst það alveg dýrlegt. Um kvöldið var svo haldið upp á sigur hans á kaffihúsi einu í Madrid. Fólkið sleppti fram af sér taumnum. Manuel söng, Manuel dansaði flamenco og Manuel lék allt nautaatið fyrir gestina. Og svo þegar hófið stóð sem hæst skömmu eftir miðnætti, birtist Lopez. Hann hafði orðið eftir í Talavera til þess að telja í peningakassanum og reikna út gróðann. Hann var ná- fölur og þreytulegur, þegar hann tilkynnti það, að miðasalarnir hefðu strokið burt með allan aðgöngu- eyrinn. Þessi frumraun Lopez sem umboðsmaður nautabana hafði kostað hann geysilega upphæð, 50.000 peseta (835 dollara), hvorki meira né minna. Og nú lýsti hann yfir því, að dagar hans sem um- boðsmanns nautabana og nautaats- forstjóra væru á enda. I „DREPTU NAUTIÐ! DREPTU NAUTIÐ!“ Það hafði stytt upp, en hrikaleg stormský voru nú að hrannast upp á himininn úti við sjóndeildar- hringinn. Áhorfendur biðu í of- væni á Las Ventasnautaatsvellin- um í Madrid. Þegar „picadorarnir“ voru komnir út af vellinum, höfðu þeir Paco og Pepin stungið „banderillas“, 28 þumlungalöng- um viðarfleinum með göddum á, inn í herðakamb Impulsivos. Þess- um fleinum var stungið þannig, að þeir stefndu í átt til hægri síðu nautsins. (Samkvæmt kenningum nautaatslistarinnar átti þetta að draga mjög úr tilhneigingu nauts- ins að stanga til vinstri). E1 Cordo- bés var nú tilbúinn til þess að hefja „juena“, forleikinn að hámarki ats- ins, en hámarki nær leikurinn með dauða nautsins. Nú gullu við skærir tónar tromp- etanna. Það færðist dauðakyrrð yf- ir áhorfendapallana, og það var sem þessi dauðakyrrð breiddist út fyrir nautaatsvöllinn .... út yf- ir borgina .... út yfir allan Spán. Það var sem hljómfall þjóðlífsins hefði skyndilega verið rofið þetta síðdegi í maí. Mestöll umferð hafði stöðvazt og viðskipti lagzt niður að mestu. Stjórnmálamenn og fangar, óðalseigendur og þvottakerlingar, bankastjórar og verksmiðjuverka- menn, yfir tíu milljónir manna, biðu í ofvæni við sjónvarpstækin, einn stærsti áhorfendahópur, sem hefur nokkurn tíma horft á einn listamann. Þessar milljónir biðu í ofvæni, er nautabaninn bjó allt sem vendilegast undir reiknings- skilin miklu...... augnablik sann- leikans. E1 Cordobés kinkaði lítillega kolli til forstjóra vallarins. Svo lyfti hann nautabanahatti sínum, sner-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.