Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 100

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 100
98 ÚRVAL þess eins að glápa á hann. Rúm- lega 150 manns starfa fyrir harm á einn eða annan hátt og eiga afkomu sína undir afrekum hans. Maðurinn, sem var einu sinni svo fátækur, að hann smakkaði oft ekki matarbita dögunum saman, veit nú í raun og veru ekki aura sinna tal. Eignir hans eru taldar nema að minnsta kosti átta milljón og þrjú hundruð þúsund dollurum, og nafn hans birtist á alls konar vör- um í auglýsingaskyni, vínum og öskubökkum, póstkortum og bjór- krúsum, pennahnífum og spilum, vindlum og brúðum, plaststyttum og fánum og 14 karat skrautprjón- um. Ei Cordobés getur nú stolið app- elsínum af sínum eigin appelsínu- trjám og barizt við sín eigin naut á einum af sínum risastóru óðul- um. Hann á byggingarfélag og ný- tízku sjö hæða gistihús í Córdoba. Hann á sæg af bílum, þar á meðal nokkra Mercedesbifreiðir, einn Jaguar sportbíl, Sunbeam Alpine og Land Rover. Og nýlega keypti hann fjögurra farþega ,tveggja hreyfla þotu, sem kostaði hálfa milljón dollara. En hann hefur samt aldrei gleymt fortíð sinni þrátt fyrir allan auð- inn. Enginn „maletilla“ (piltur, sem þráir að gerast nautabani) fer hungraður frá dyrum hans, enginn betlari fer burt án skildings í lófa. Fátæku leiguliðunum og smábænd- unum er boðið á hátíðirnar, sem hann heldur á búgarði sínum, og þegar hann opnaði nýlega einka- nautaatsvöll á öðru óðali sínu og bauð þangað 1000 gestum til opn- unarinnar, voru 200 „maletillas“ meðal gestanna, og þeir fóru ekki hungraðir burt ,því að hann hafði fengið heilt vörubílshlass af svína- kjöti og Montillavíni til þess að seðja hungur þeirra. En stundum finnur E1 Cordobés til löngunar til þess að komast burt frá öllum manngrúanum, sem er svo ríkur þáttur í lífi hans. Þegar hann dvelur á óðalssetri sínu ná- lægt Córdoba, tekur hann oft einn af bílunum sínum og ekur í bæ- inn til þess að ræða þar einslega við Föður Rafael Arroyo, sem var kennari hans um tíma. í venjulega stílabók skrifaði Hanuel af stakri þolinmæði þær setningar, sem Faðir Arroyo las fyrir:Me llamo Manuel Benitez (Ég er Manuel Benitez). Me gusta mucho torear (Mig langar mjög mikið til þess að berjast við nautin). Hann gerði þessa játningu fyrir Föður Arroyo, eitt sinn eftir að hann hafði horft á geimskot frá Kennedyhöfða í sjónvarpinu: „Ég skil ekki, hvers vegna geimfararnir fara alltaf í sífellda hringi í loft- inu.“ Presturinn hóf þú undirbún- ingsfræðslu í landafræði. „Feno- menal!“ (Stórkostlegt)! hrópaði E1 Cordobés og sneri hnattlíkani með fingrum sínum. Hann hafði ekki vitað, að jörðin er hnöttótt. Hann er enn „Número Uno“, maðurinn, sem tekur þátt í fleiri nautaötum, drepur fleiri naut og hlýtur fleiri sigurtákn að launum frá áhorfendum en nokkur annar nautarbani í gervöllum heiminum. Allt frá árinu 1965 hefur hann háð um 100 nautaöt á hverju ári, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.