Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 61

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 61
SAGA EFNANNA 5! þekkt er samsetning og eiginleikar efnisins, er auðsætt að munurinn á hinum ýmsu efnum er miklu minni en álitið var. Fornmenn héldu efnin aðeins vera grund- völl hinna ýmsu iðngreina. Nú er hægt að kalla fram eiginleikana eftir þörfum í stað þess að velja þá eins og gert var. í hvert sinn er efnafræðingar og verkfræðingar freista þess að nýta einhvern ein- stakan eiginleika efnis til hins ýtrasta verða þeir að þræða ná- kvæmlega einstigið milli notagildis þess og endingar. Það var eitt stærsta skref sem maðurinn hefur tekið, er hann komst að raun um það að hann gat breytt ástandi efna. Sá hlýtur að hafa hrósað sigri yfir náttúrunni, sem fyrstur breytti leir í stein með upphitun. Lögunarhæfileikar leirsins eru ótakmarkaðir en end- ing og stöðugleiki steinsins bætir þá upp. Sambandið milli örsmárra krystalla leirsins og vatns er geysi- flókið og fjölþætt en síðan kryst- allast efnið á ný að fullu þegar leir- inn er brenndur. Keramik er ólífrænt efni en það var hið fyrsta sem mönnum tókst að laga til. Það sýnir betur en nokkuð annað hversu flókin eru efni með ákveðinni lögun. Ef und- an eru skilin rafmagns- og segul- hrif, þá nýttu hinir fornu leir- munasmiðir nærri alla þá eiginleika fastra efna sem eðlisfræðingar nú- tímans fást við. Þar með er talið ákveðið rakastig, teygjanleiki og burðarþol og við skreytingar hag- nýttu þeir sér ummyndun og af- myndun glers, kjarnmyndun loft- kenndra efna og krystallaðra og ýmis afbrigði af tognun, viscositeti og teygjuþoli yfirborðs. Við litun notuðu þeir ýmis stig ildunar eða súrefnisgjafar, afbrigðíilegar jónir og óhreina krystalla. En þetta allt var gert í þágu fegurðarinnar en ekki notanna. Það er merkilegt að hugsa til hvernig fyrri tíðar menn hagnýttu sér glerið. Það á við um málma eins og mörg önnur efni og tækni- uppfinningar, að þeir fundust fyrst og voru notaðir í héruðunum þar sem nú er austurhluti Tyrklands og Norður-íran. Fundizt hafa hlutir úr kopar, eins og skrautmunir, háls- festar og fleira frá áttundu öld fyr- ir Krists burð. Þeir eru gerðir úr óbræddum og óhertum kopar, sem aðeins hefur verið hamraður og skorinn til. í Mið-Asíu notuðu menn kopar eins og hann kemur fyrir í náttúrunni og aðeins til skrautmuna og annarra smáhluta. En iðnaðarmenn við vötnin miklu á landamærum Bandaríkj anna og Kanada smíðuðu bæði hnífa og spjótsodda ásamt landbúnaðar- áhöldum á öldunum milli þriðja og fyrsta árþúsunds fyrir Krist. Við athugun þessara muna kemur í ljós að þeir hafa verið hitaðir upp meðan á smíðinni stóð. f Mið-Asíu hættu menn á fjórða árþúsundi fyrir Krists burð að nota kaldhamraðan kopar en tóku þess í stað að bræða hann úr málm- grýti. Kopar í málmgrýti er miklu algengari en hreinn kopar og þetta hafði því geysilega efnahagslega þýðingu. Upp frá þessu var farið að framleiða málmblöndur. Þær komu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.