Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 129

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 129
VAR ÞAÐ SÚPER-NÓVA SEM DRAP .. . . 127 þoku, og voru það rannsóknatæki, borin af eldflaug, sem skotið var út í geim, sem þetta merktist á. Þessi útgeislun kom ekki frá stjörnu, sem eitt sinn hafði bloss- að upp og orðið að súper-nóvu, heldur frá þokunni sjálfri. Krabbaþokan er girnileg til fróð- leiks vísindamönnum, sem eru að reyna að grafast fyrir um upphaf og þróun stjarna í vetrarbrautinni, og sögu hennar allrar í heild. Ymsar tilgátur eru uppi um or- sakir þess að stjörnur blossa svo brátt upp sem þær gera, sem hér er um að ræða. Að öllum líkindum er orsökin sú að stjarnan „hrynur" inn í sjálfa sig vegna þess að jafn- vægi aðdráttaraflsins fer úr skorð- um, en við þetta losnar gífurleg orka. Athugum þetta — svo mikilsvarð- andi sem það er fyrir stjörnueðlis- fræði nútímans — ofurlítið nánar. Það er aðdráttaraflið, sem er mestu valdandi um það hvernig efnið sem dreifist um geiminn, örþunnt, dregst saman í sólir, smátt og smátt. Ef sól okkar drægist svo saman að hún yrði 6 km að þvermáli, mundi hún verða tífalt þéttari í sér en atóm- kjarni. Sumir stjörnueðlisfræðingar halda að það sé einmitt þetta, sem valdi því að sól breytist í súper-nóvu: hún hættir að valda þyngd sinni, „kremst“ saman og fyrirferðin verður örlítið brot af því sem áður var. Við þetta losnar hundrað sinn- um meiri orka en við kjarnorku- sprengingu, sem auðvitað er ekki sambærilegt fyrirbrigði hér á hnett- inum (af manna völdum). Þá vaknar sú spurning hvort nokkurn tíma í sögu jarðarinnar — en það er býsna löng saga — hafi slikur atburður gerzt tiltölulega ná- lægt henni, þ. e. í aðeins fárra ljós- ára fjarlægð. Eða að hinu leytinu, munu nokkrar líkur vera á, að þetta ætti eftir að gerast? Á þeim 5000 milljónum ára, sem liðin eru síðan jörðin varð til, hef- ur sólin nokkrum sinnum komizt í nánd við súper-nóvu þegar hún sprakk, svo að ekki hefur numið nema nokkrum parsekum, mest tíu. Ef nokkrar viti bornar verur hafa verið á jörðinni þá, hefðu þær séð óvenjulega bjarta stjörnu á lofti, hefði hún borið hundraðfalda birtu á við tunglið. Utgeislun frá slíkri sól er a. m. k. hundraðföld á litrófsbandinu móts við sambærilega útgeislun frá sól- inni. Við þetta myndu hin efri lög lofthvolfsins jónast, en ekki mundi samt nein meiriháttar breyting verða á jörðu niðri. Útfjólubláir geislar mundu stöðvast þar uppi og ekkert af þeim ná niður til jarðar. Þetta nýstirni, svo ofurbjart, mundi skína í öllu sínu veldi í nokkra mánuði, en fara svo að dofna. f kringum það mundi koma fram þoka sem færðist út í allar áttir með margra þúsunda kíló- metra hraða á sekúndu, og eftir nokkur hundruð ár mundi þessi þoka ná yfir álitlegan hluta af himninum. Hún mundi bera bjarma á næturhimin, en svo daufan að varla yrði greindur með berum augum. Eftir að hafa þanizt þann- ig um nokkrar þúsundir ára, mundi hún aftur fara að hægja á sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.