Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 96

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 96
94 ÚRVAL aldrei að ljúka því, tók svo upp nautabanaskikkjuna, sem lá við hlið hans, spratt á fætur, og með leiftursnöggri sveiflu fékk hann nautið til þess að gera ofsafengna atlögu. Sýningatímabilið, sem hafði byrj- að sem fífldirfskulegt fjárhættuspil, endaði í ofsafenginni sigurvímu. Á- horfendur voru alveg óðir af hrifn- ingu. E1 Cordobés var eins og storm- sveipur, sem vex sífellt að styrk- leika og sópar öllu með sér. Hann háði hvert nautaatið á fætur öðru og unndi sér lítillar hvíldar. Áhorf- endur urðu gripnir algeru æði. Á- hrifin af skilyrðislausu hugrekki hans voru alveg ómótstæðileg. Oft höguðu þeir sér eins og vitfirring- ar, eftir að hann hafði lagt naut að velli. í litlum bæjum kastaði fólkið alls konar „gjöfum" sem þakklætis- votti í áttina til nautabanans, kan- ínum og öndum, pylsum og vín- belgjum. í borgunum voru nauta- atsvellirnir alþaktir höttum og skóm, blómum og höfuðklútum. Einn tryllingsdag í Cardena skar Manuel átta eyru, þrjá hala og ein- ar klaufir af fjórum nautum, sem hann hafði lagt að velli, og síðan gengu aðdáendur hans með hann á gullstóli um götur bæjarins í tvær klukkustundir samfleytt. Laun hans hækkuðu úr 1000 pesetum upp í 100.000 peseta fjrrir hvert nautaat. „Sýningatímabilinu mun aldrei ljúka þetta árið,“ skrifaði blaða- maður einn í Córdoba. „Allir bæir vilja fá E1 Cordóbés. Ef þessu held- ur svona áfram um hríð, mun hann eignast sjálfan Spánarbanka (Banco de Espana).“ En sýningatímabilinu lauk að lok- um í hellirigningu síðdegis dag einn, þegar Manuel ók að kofa systur sinnar í Palma del Rio. „Komdu með mér,“ hrópaði hann til Ange- litu. „Ég þarf að sýna þér svolítið.1' Þau óku um aurugar götur þorpsins í úrhellisrigningu, þangað til Man- uel stanzaði fyrir framan stórt hús. Hann leiddi systur sína inn í húsið. „Það voru ekki komin nein ljós í húsið,“ segir Angelita. „Við tókum því kerti og þreifuðum okkur áfram í myrkrinu úr einu herberginu í annað og þukluðum veggina. Þetta hús var svo undur stórt. Ég endur- tók hvað eftir annað: „Qué grande.“ (En hve það er stórt). Þarna voru jafnvel nokkur svefnherbergi, sem voru eingöngu til þess ætluð að sofa í þeim. Við höfðum alltaf sof- ið öll í einu herbergi allt okkar líf. Þarna var vatn. Við höfðum aldrei búið í húsi með vatnsleiðslu i Við lukum skoðunarferðinni við útidyrnar. Manuel slökkti á kert- inu og tók húslyklana úr vasa sín- um. Svo afhenti hann mér þá. „Jæja,“ sagði hann bara, „þetta er húsið, sem ég lofaði að kaupa handa þér!“ AUGNABLIK SANNLEIKANS. Einu hljóðin, sem greina mátti á Las Ventas-nautaatsvellinum, voru lágir smellir, sem mynduðust, þeg- ar regndroparnir skullu á pollunum, sem myndazt höfðu þar á víð og dreif. Þungbúin ský grúfðu yfir borginni. Á áhorfendapöllunum héldu 23.000 áhorfendur niðri í sér andanum, er E1 Cordobés stikaði í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.