Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 26

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 26
24 ÚRVAL skammt fyrir ofan sig. Einhver gat skorið gat á botn bátsins og rekið höndina út og veifaði. Öllum far- þegunum var bjargað. Annar piltur, Henning Thomsen, átti þó við enn meiri erfiðleika að etja og sýndi mikla hetjulund. Þeg- ar nemendur Ellen Thorndahl stukku fyrir borð frá Skagerak, synti hann á undan þeim að gúm- bátnum og sýndi þeim þannig, hvernig bezt væri að fara að. Skömmu síðar, þegar báturinn lagð- ist á hliðina, féll hann út úr hon- um. Einhvern veginn hafði björg- unarvestið losnað af honum og varð hann því að halda sér dauðahaldi í bátinn til að bjarga lífi sínu. „Skyndilega lyftist báturinn upp á háan ölduhrygg," sagði hann síðar. „Og hvað haldið þið, að við höfum þá séð þarna beint fram undan? Togarann Joseph Greifenberger. Einn skipverjanna kastaði strax til okkar taug og dró okkur upp. Fleiri skip tilkynntu að þau hefðu bjargað skipsbrotsmönnum af Skagerak. Klukkan 1.40, tæplega tveimur tímum eftir að skipið sendi út fyrsta neyðarkallið, tilkynnti danska kaupfarið Korea, að það hefði bjargað sex manns. Um tvö leytið þá um daginn bjargaði svo danska skipið Polarhav farþegum af gúmbátnum, sem Thorndal kennslukona var í. Furðulegasta björgunin átti sér þó stað fyrir atbeina Dvergnes skip- stjóra um borð í Skagerak, meðan það var að sökkva. Hann hafði kom- ið auga á unga konu í björgunar- vesti, sem rak hratt í átt frá skip- inu, en við hlið hennar synti lítill hundur. Talstöðvarnar voru að sjálfsögðu óvirkar, en hann gat þó sent þetta skeyti með litlu neyðar- senditæki: „Konu rekur í vestur frá skipinu. Leitið hennar, leitið hennar! Konuna Bente Conte, 25 ára gamla danska hjúkrunarkonu, hafði rekið 5 mílur frá skipinu, og nú var hún ein og yfirgefin, því litli hundurinn hennar hafði drukknað. Eitt sinn, er hana bar upp á háan ölduhrygg, kom hún auga á rússneskt skip fram undan. Hún hrópaði á hjálp, en án árangurs, skipverjar tóku ekki eft- ir henni. Kuldi og dofi tók nú að læsast um hana, og er hún leit til himins, ákveðin í að sofna nú fyrir fullt og allt, sá hún eins og í draum- sýn þyrlu svífa skammt fyrir ofan sig og mann koma sígandi niður að haffletinum og bjarga sér. Flug- maðurinn hafði einhvern veginn komið auga á örlítinn gulan depil fljótandi á öldunum, — björgunar- vesti frú Conte. Aðstoðarmaðurinn seig þegar niður og bjargaði henni. Birtu tók að bregða, og Dvergnes sipstjóri, sem barizt hafði við að halda Skagerak á floti, gerði sér ljóst, að það var vonlaust. Sá hann ekki annað en að skipsáhöfnin yrði að yfirgefa skipið. Um hálf sjö leytið stukku skipverjarnir níu fyr- ir borð ásamt skipshundinum og syntu að björgunarbátunum. Þegar björgunarmaðurinn kom síðar til að sækja yfirmatsveininn, sagði sá síðarnefndi: „Ef þú bjargar ekki einnig hundinum mínum, honum Siva, kem ég alls ekki með þér.“ Og í faðmi björgunarmannsins var Siva dreginn upp í þyrluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.