Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 97

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 97
95 „EL CORDOBÉS“ .... áttina til svörtu skepnunnar, sem stóð þarna í fjarska eins og dökkt líkneski. Það var þegar farið að draga af Impulsivo vegna fleinanna, sem stungið hafði verið í hann. Og hinar snöggu sveiflur skikkjunnar höfðu gert nautið hálfringlað. Im- pulsivo leit út fyrir að vera dofinn og viljalaus. En kraftar Impulsivo voru alls ekki á þrotum. Þeir voru enn næstum óskertir, og nú höfðu vonbrigðin og aflvana ofsareiðin magnað drápshneigð skepnunnar um allan helming. Impulsivo beið bara átekta. Nú var komið að hámarki viður- eignarinar, sjálfu drápinu, sem nefnt er „augnablik sannleikans“. Enginn annar þáttur nautaatsins hefur í för með sér hættu á borð við þá, sem nú nálgaðist hröðum skrefum. E1 Cordobés yrði að standa beint frammi fyrir nautinu og fá það til þess að snúa sér þannig, að hann gæti stungið það banastung- unni. Hann yrði að fá það til þess að setja undir sig hausinn með framfæturnar þétt saman. Þá fyrst breikkar bilið á milli bóga skepn- unnar, þannig að lófastóri blett- urinn, sem stinga skal í, stækkar svolítið svo að meiri líkur verða þá til þess, að lagið komi á réttan stað. Samkvæmt erfðavenjum nauta- atsins á vinstri höndin að greiða skepnunni banahöggið, höndin, sem heldur á skikkjunni. Þegar kæmi að „augnabliki sannleikans", mundi E1 Cordobés smeygja vinstri hendinni undir þá hægri til þess að toga haus nautsins í áttina frá sér, og þegar hann brygði sverðinu á réttan stað, mundi líkami hans teygja sig yfir hægra horn nautsins. Á því augna- bliki mundi hann stofna einum viðkvæmasta bletti líkama síns í hættu, svolitlum þríhyrningi holds á efra hluta lærisins, sem ver aðal- æðarnar, er liggja niður í fótinn. Ef hornið rækist í aðalslagæðina, gæti slíkt haft dauða í för með sér. En E1 Cordobés hegðaði sér bara alls ekki á þennan hátt, þegar hann kom að nautinu. Þess í stað sveifl- aði hann skikkjunni og manaði nautið til þess að gera enn eina atlögu. Það mátti heyra kvíðastun- ur berast frá áhorfendapöllunum. Faðir Espinosa Carmona fór að biðjast fyrir. Aðstoðarmennirnir Paco og Pepin lágu í hnipri á bak við varnarvegginn og gátu ekki komið upp nokkru orði. í Palma del Rio sat Angelita sem stirðnuð af skelfingu fyrir framan sjónvarps- tækið í hinu dásamlegu húsi, sem bróðir hennar hafði keypt handa henni. E1 Pipo einn var alveg ró- legur. Hann neitaði að vera við- staddur atið eða horfa á það í sjón- varpi. Sem snöggvast varð E1 Pipo hugsað til síðustu undanfarinna ára. Og hugsanir hans voru bland- aðar beiskju. Eftir fyrsta tryllta sumarið hafði E1 Cordobés verið tekið opnum örmum á nautaats- völlum um gervallan Spán. Hann hafði barizt 67 sinnum á næsta sýningatímabili og valdi geysilegri ólgu um gervallan Spán. Og rétt fyrir jólin hafði hann ekið í gljá- andi Mercedesbifreið sinni út í E1 Pardo, úthverfi það í Madrid, þar sem æðsti maður landsins hefur aðsetur sitt. Og þar tók hann þátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.