Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 78

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 78
76 ÚRVAL um. Áhorfendur virtust halda niðri í sér andanum, þegar nautabaninn steig fram á völlinn. Nú skyldu and- stæðingarnir mætast á vellinum, E1 Cordobés og Impulsivo. Til þess- ara fyrstu funda hafði E1 Cordobés valið bragð, sem kallað er „chicue- lina“. Nautið æddi að E1 Cordobés á ógnvænlegum hraða, en E1 Cor- dobés sveiflaði skikkjunni fyrir- hafnarlaust beint fyrir framan hornin á því. Svo breytti E1 Cor- dobés um stöðu, sveiflaði skikkj- unni snögglega, svo small í og kall- aði aftur á nautið. Og þegar naut- ið geystist nú fram hjá honum öðru sinni, kváðu við fyrstu hrifningar- ópin á áhorfendapöllunum. „Olé, olé!“ æpti múgurinn. E1 Cordobés hélt áfram leiknum og sýndi hvert bragðið af öðru, en gekk að svo búnu burt frá sínum ringlaða andstæðingi. Lubbalegt hárið lafði niður undan nautabana- hattinum, sem hann bar og kallað- ur er „montera“■ Glitrandi nauta- banabúningurinn var nú þegar þak- inn leðju og svita. Hann tók aðdáun áhorfenda brosandi eins og ánægt barn, en brosið hvarf, strax og hann hafði stigið á bak við varnarvegg- inn. Hann hafði orðið var við galla hjá nautinu, sams konar galla og hafði valdið dauða bezta nautabana, sem Spánn hafði nokkru sinni átt, hins goðsagnakennda Joselito. „Guð minn góður!“ stundi hann. „Por Dios!“ Hann sér ekki baun með vinstra auganu!" sagði hann við Paco. Nú var komið að því augnabliki, er „picacLorarnir“ tveir skyldu koma ríðandi inn á völlinn, ráku áhorf- endur upp hvell, en hæðnisleg hrifningaróp. Þar fylgdi ekki hug- ur máli, heldur voru óp þessi frem- ur tákn um fyrirlitningu. Hið ógeð- fellda hlutverk „picadoranna“ var að búa nautið undir næsta stig viðureignarinnar með því að særa það. Þetta er sá þáttur nautaatsins, sem veldur mestu ógeði og gagn- rýni manna á meðal. Það er einnig sá þáttur þess, sem almenningur hefur einna minnstan skilning á. En án þessa nauðsynlega verknaðar gæti nautabani alls ekki barizt við nautið á árangursríkan hátt. Annar „picadorinn“ beið átekta, meðan hinn nálgaðist nautið. Hann reið meðfram vegg nautaatsvall- arins, fram hjá forstjórastúkunni. Hlutverk „picadorsins“ er fyrst og fremst í því fólgið að stinga odd- inum á löngu, oddhvössu spjóti, sem kallað er „pic“, í vöðvakambinn á hálsi nautsins. Þetta veldur því, að nautið þreytist og verður ekki eins hnarreist, heldur setur undir sig hausinn. Og þannig á nautabaninn síðar auðveldara með að komast að því til þess að veita því banastungu með því að beina laginu yfir horn- in. Og stunga spjótsins, sem „pica- dorinn“ veitir nautinu, hefur síðast en ekki sízt það markmið að prófa hugrekki nautsins. Impulsivo kastaði sér á hestinn með skjótri, ofsalegri hreyfingu. ,,Picadorinn“ stakk spjótinu í vöðvakambinn, en samt dró ekki úr ofsa nautsins. Impulsivo rak hornin af alefli í bólstruðu, stungnu ábreiðuna, sem breidd var yfir hest- inn honum til varnar, og stundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.