Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 20

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 20
18 ÚRVAL ar — báru vott um einlægni og óskipta athygli, þannig að manni fannst hvert orð sitt vera gullkorn. Þær bjuggu yfir töfrum, sem hljóta að hafa lifað áfram — rétt eins og blóm í eyðimörk — enda þótt eng- inn væri nálægur til þess að njóta þeirra. Persónutöfrar konu umiykja hana eins konar Ijóma af vellíðan, sem dregur karlmanninn til hennar, og gefur honum aukna meðvitund um karlmennsku sína, þannig að hann fyllist lífskrafti. Töfrar henn- ar felast einnig í móðurlegri og ró- andi nærveru, sem eytt getur áhyggjum og reiði karlmannsins, og byggt upp viljaþrek hans á ný. Persónutöfrar karlmanns koma fyrst og fremst fram í hæfileika hans til þess að gefa konu þá til- finningu, að hún sé í hans augum hrífandi og alveg einstök. Einnig er hér um að ræða hæfileikann til þess að gleyma sjálfum sér og öliu í kringum sig, öðru heldur en þeim eða þeirri, sem talað er við —• því að ekkert er eins truflandi og flökt- andi augnaráð. Þögul aðdáun er ágæt svo langt sem hún nær, en sjaldan fullnægjandi; — það er það, sem karlmaðurinn segir, sem skipt- ir máli. Karlmaðurinn töfrast af því, sem hann sér, — konan af því, sem hún heyrir, svo að aldur karl- mannsins skiptir þar engu máli. Voltaire sagði á gamals aldri: „Gef- ið mér nokkrar mínútur til þess að tala af mér andlitið, og ég skal geta tælt sjálfa Frakklandsdrottningu." Persónutöfrar eru samt ekki ein- göngu fólgnir í kyntöfrum —• þeir koma einnig fram á ýmsan annan hátt. Flest börn hafa persónutöfra — a. m. k. þar til þeim er sagt, að þau hafi þá — svo og gamalt fólk, sem hefur engu að tapa, og einnig búa flest dýr yfir töfrum. Hjá börn- um og smádýrum lýsa töfrarnir sér oft í höfuðlaginu, og í opnu, sak- leysislegu augnaráði; hjá unglings- stúlkum og litlum hestum í eins konar klunnaskap, eins og þau séu ekkert nema útlimir, og eigi erfitt með að stjórna þeim. En þessir töfrar eru „hlutlausir“, og höfða fyrst og fremst til verndarhvatar mannsins. Þú veizt hverjir búa yfir persónu- töfrum. En getur þú áskapað þér þá? í rauninni getur þú það ekki, því að þeir eru meðfæddir — eða þá að þeir þróast eðlilega út frá öðrum eiginleika, t. d. þeirri ein- földu ósk að vilja veita öðrum ham- ingju. Persónutöfrar eru vissulega ekkert, sem hægt er að læra eða temja sér, eins og það að setja upp vissan svip eða tala með hlátri í röddinni. Aftur á móti hafa flestir eins konar „loftnet“, eða inn- byggða meðvitund um aðra — sem hægt er að þroska og gera næmari, ef einlægur vilji er fyrir hendi. Hvað er svo hægt að nefna fleira? Auk hæfileikans til þess að hlusta — sem er sjaldgæfust allra mann- legra dyggða — hlýju, tillitssemi, og hæfileikans til þess að gera aðra ánægða, má nefna göfuglyndi og eins konar örlæti, sem gerir engar kröfur. Persónutöfrar gefa frá sér ljóma, sem skín jafnt á unga sem gamla, fátæka, ljóta og leiðinlega. Þeir lýsa sér jafnframt í hlýrri og alúðlegri framkomu, og oft í virðu- leika og reisn, sem kemur meira til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.