Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 80

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 80
78 Þetta var sú eina leið, sem var Manuel Benitez opin. Eftir að hon- um hafði verið meinað að fást við kýrnar á búgörðum nautabænd- anna, ákvað hann að stelast inn í haga Don Felix Moreno, hins mikla óðalseiganda í þorpinu Palma del Rio. Manuel vissi, að hann átti mikið á hættu, ef hann yrði staðinn að verki. Hann yrði að minnsta kosti barinn af einhverjum vinnumanni óðalsbóndans eða einhverjum úr ríkislögreglunni. Nautagriparæktar- bændur láta gæta nautahaganna al- veg sérstaklega vel á tunglskins- björtum nóttum, því að óboðnir á- hugamenn á sviði nautaatsins geta eyðilagt frægðarorð það, sem fer af nautum bóndans og grafið þannig undan efnahagslegri afkomu hans. Nautið glatar „sakleysi“ sínu aðeins einu sinni. Berjist einhver við það úti í haganum, man nautið mjög vel þá lexíu, þegar það kemur á nautaatsvöllinn. Það verður þannig mun hættulegra en ella. Það mun þá beina hornum sínum að mann- inum, en ekki skikkjunni, og við- ureignin mun þá fara út um þúf- ur. En Manuel átti nú enn meira á hættu en nautabaninn á nautaats- vellinum. Hann hafði ekki getað gert neinar þær varúðarráðstafanir, sem gerðar eru nautabananum til verndar á nautaatsvellinum. Hann hafði enga aðstoðarmenn sér til hjálpar. Það beið enginn skurð- læknir átekta til þess að gera að sárum hans. Hann þurfti að berjast í ótryggri birtu, jarðvegurinn var ÚRVAL alsettur alls konar ójöfnum og rak- ur af áfelli. Það ríkti dauðakyrrð í haganum að undanteknum stunum nautsins. Manuel starði á skepnuna og lyfti. upp rúmteppi systur sinnar. Skugg- inn fyrir framan hann hreyfðist og þaut síðan að honum á ofsaspretti. Manuel spyrnti í döggvott grasið og hreyfði teppið hægt fram með lærum sér og út í loftið aftur fyrir sig. Þetta hreif! Nautið þaut fram hjá skjálfandi líkama unga nauta- banans. Það hlýddi skipunum tepp- isins. Það elti teppið. Manuel fyllt- ist ofsalegri gleði. Hann snerist á hæli og lokkaði nautið til sín aft- ur með hjálp teppisins. Og nautið þaut fram hjá honum í hvert skipti. Drengurinn sá, að töfrar teppisins höfðu hin tilætluðu áhrif á nautið. Manuel fylltist sigurhrósi. Hann hélt áfram að þeyta nautinu í allar áttir og snúa því eftir vild, þangað til hann skauzt loks burt alveg ör- magna og kastaði sér á jörðina við hlið Juans. Upp frá þessari nótt var alveg ómögulegt að halda aftur af hon- um. Hann stalst út í haga Don Fel- ixar ásamt Juan vini sínum á hverri nóttu. Hann sýndi hinum óskráðu lögmálum nautaatsins það mikla virðingu, að hann átti venjulega við kýr í þessum ferðum sínum, en ekki tarfa, en þær reyndust samt vera allerfiðir andstæðingar. Þær skelltu honum oft endilöngum og stönguðu hann óþyrmilega. Horn þeirra særðu hann á maganum og kviðnum. Þekkingin og leiknin, sem hann öðlaðist þarna úti í haganum, var sannarlega dýru verði keypt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.