Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 30

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 30
28 URVAL safna efni handa Dumas í sögur hans og fóðra hann með hugmynd- um og skissum að sögum. Þegar Dumas sat við það, árið 1843, að rita sagnfræðiverk um tíma Lúð- víks fjórtánda rakst hann á bók nokkra með heitinu „Minningar d’Artagnans“. Þetta voru endur- minningar auðugs hermanns, sem uppi var snemma á sautjándu öld. Dumas hripaði niður nokkrar hug- myndir og sendi Maquet þær til at- hugunar og umsagnar. Síðan mæltu þeir sér mót til þess að ræða það hvernig gera mætti skáldsögu um þetta efni. Það lítur svo út, sem Maquet hafi átt töluverðan hlut að samningu bókarinnar og jafnvel ritað suma mikilsverðustu kaflana í Skyttunum. Hann viðaði líka að efm til bókarinnar fyrir Dumas, en Dumas fór síðan yfir kafla Maquets og fágaði þá. Það mætti e.t.v. líkja Dumasi við járnsmið, sem stóð við steðjann með upp- brettar ermar og hamraði járnið, en Maquet við aðstoðarmanninn, sem valdi og rétti honum járnsteng- ur af hæfilegri lengd. Árangur þessarar samvinnu þeirra tveggja urðu svo Skytturnar, sem er afar læsileg saga, og hún verður frem- ur minnsstæð sem ein heild, en einstakir kaflar hennar, þótt hún sé misjöfn að gerð. Og minnisstæð- ust verður hún e.t.v. vegna þess hve hún geislar öll af takmarkalít- illi lífsgleði Dumasar. Sögusvið bókarinnar var afar heppilega valið. Ekkert tímabil í sögu Frakklands hefur verið óró- legra og víðsjálla en stjórnartíð Lúðvíks 13., þegar ríkið logaði svo af úlfúð og deilum að enginn gat forðað því frá hruni nema Richelieu kardínáli, sem var úrvals stjórn- málamaður og séður svo af bar. Lúðvík 13. var sjálfur heldur slak- ur til höfuðsins, auk þess gátu eng- ir tveir aðalsmenn í Frakklandi komið sér saman um nokkurn hlut og i ofanálag stóð harður styrr um trúmál milli kaþólikka og húgen- otta. Bófaflokkar og einkaherir óðu um landið rænandi og ruplandi. Einvígi voru bönnuð að lögum, en þrátt fyrir það dóu hundruð manna árlega í einvígi. Siðgæðið hefur varla nokkurn tíma verið aumara. Þetta var hin ákjósanlegasti tími handa ungum manni að vinna sig upp til vegs og virðinga og hylli fagurra kvenna. Það kom í ljós, að bókin sem Dumas hafði rekizt á, fjallaði einmitt um slikan mann. Það var d’Artagnan, foringi í skyttuliði kóngsins. Dumas kom þegar auga á tækifærið og nýtti það. Hann byrðaði með því að afla sér sögulegra upplýsinga um ýms- ar helztu persónur, sem við söguna áttu að koma, eins og hinn duttl- ungafulla og heimska kóng, Lúð- vík þret.tánda og drottningu hans, Onnu af Austurríki, sem var jafn óhamingjusöm og hún var fögur. Síðan kom hinn síungi kardínáli Richelieu, sem allir óttuðust, þá hertoginn af Buckingham, sem naut mikillar hylli Karls 1., Bucking- ham stýrði herfylki, sem átti að frelsa Húgenotta þá, sem sátu inni- lokaðir í La Rochelle, en það mis- tókst raunar. En Buckingham var ýmislegt til lista lagt: hann varð elskhugi drottingarinnar frönsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.