Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 49

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 49
ÆVI SAMUELS JOHNSONS 47 er líkt því þegar hundur gengur á afturfótunum. Það er ekki vel gert, en þú verður undrandi yfir því að það skuli yfirleitt eiga sér stað“. í annað skipti var minnzt á manngrey sem hafði verið óham- ingjusamur í hjónabandinu en kvænzt aftur síðar. Johnson lét þegar þau orð falla að þetta væri greinilegt dæmi upp á það að von- in hrósaði alltaf sigri yfir reynsl- unni. En hann var annað og meira en gáfaður viðmælandi. Hann var mikill verkmaður og um það vitna hin mikla orðabók enska, og svo Ævir Skáldanna, sem bæði voru dáð að verðleikum. Hann var ágætur fræðimaður á öld þar sem lærdómur var hátt metinn. Hann var líka góður fulltrúi sinnar ald- ar og margar skoðanir hans ein- mitt dæmigerðar fyrir hana. Hann áleit t.d. að það skipti litlu máli fyrir hamingju mannkynsins í hverri mynd stjórnskipun hvers lands væri og hann fyrirleit þá sem vildu auðga ríkið á kostnað þegn- anna. Þessar skoðanir voru báðar útbreiddar. Hann sagði enn fremur um þjóðernisstefnu, að hún væri „síðasta fylgsni þorparans". Hann var fylgjandi stöðugleik í þjóðfé- laginu, sem í hans augum var ná- tengt einveldi og friði erlendis. Hann var á móti þeim sem litu á frjálsræði sem markmið í stað til- gangs. Hann hafði til að bera mikla heilbrigða skynsemi, eins og sjá má á beztu tilsvörum hans, og hataði hræsni. Það sótti mjög á hann og eitt sinn var hann gestur hjá auð- ugri hefðarkonu, frú Thrale að nafni, sem hann annars dáði, þegar frúin hóf barlóm um ungan frænda sinn sem hafði fallið í nýlendustríði í Ameríku. Frúin var rétt búin að borða vel úti látna máltíð og kjöltu rakki hennar, Presto, lá á gólfinu við fætur henni. Johnson var reið- ur, því að margir vina hans og þar á meðal frúin, voru mótfallin stríðinu og stóð þegar upp og sagði: „í öllum bænum, hættið þessari hræsni, kæra frú. Má ég spyrja: Ætli heimurinn versnaði nú svo mjög, enda þótt allir ættingjar yð- ar væru reknir í gegn með steik- arteini nú á stundinni og glóðar- steiktir í kvöldmatinn handa Presto?“ Johnson var eftirtektarverður sem mikilmenni, sem hafði liðið fátækt og fyrirlitningu og hafið sig upp úr henni af eigin ramm- leik. Hann var einnig maður mik- illa sannfæringa. Alla ævi óttaðist hann sífellt að hann yrði brjálaður og dauðann óttaðist hann jafn- mikið. Eitt kvöldið þegar félagarn- ir voru farnir í háttinn, sátu þeir Johnson og Boswell eftir og Bos- well gekk á Johnson og reyndi að fá hann til að tala um dauðann. Frá þessu segir Boswell sjálfur: „Ég spurði hann hvort hann héldi ekki að við gætum styrkt hugann áður en dauðinn færi á okkur og Johnson svaraði æstur: „Nei, herra minn, látum okkur sleppa því. Það skiptir ekki máli hvernig maður deyr, heldur það hvernig hann lif- ir. Dauðinn er léttvægur, það tek- ur svo stutta stund að deyja“. Síð- an bætir hann við hreinskilnislega: „Maður veit að það verður að ger-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.