Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 52

Úrval - 01.04.1968, Blaðsíða 52
50 ur, sem alls ekki líta á hann sem guðdómsveru, heldur halda hann genginn af vitinu. Víðast er hann sagður Gyðingur, en þó er hann ýmist með eða móti þeim sem slík- um. Hann hefur lærisveina, sem eiga að kenna, en þeim er sjálfum kennt með líkingum, sem ekki eru aðeins óskiljanlegar, heldur mega þær ekki berast út. Víða sést að Kristur snýr sér eingöngu til Gyð- inga en síðan til alls heimsins. Hann er sagður auðmjúkur og lítillátur af hjarta en þó segist hann sjálfur vera meiri en Salómon og raunar hægri hönd Guðs sjálfs. Hann bannar hæðnisyrði en sjálfur hæð- ir hann andstæðinga sína í sífellu. Það er gert mikið með skírnina en þó skírði Kristur aldrei nokkurn mann. Fólkið hyllir hann annan daginn en fordæmir hann hinn. Þegar lærisveinar hans kalla hann Messías biður hann þá þegja enda þótt öll framkoma hans bendi til þess, að hann sé sjálfur sama álits. Lærisveinar hans eru búnir undir örlög hans, en samt „yfirgefa þeir hann og svíkja“, þegar stundin kemur. Og þannig heldur sögunni áfram. Því betur sem þetta er skoðað þeim mun undarlegra verður það. Það er erfitt að ná taki á sann- leikanum þegar upplýsingarnar eru af svo skornum skammti. Það er eins og að ferðast áttavitalaus í skógi. En það má verða sér úti um áttavita. Kjarni guðspjallanna — hápunktur frásagnanna — býr yfir gátu. Krossfestingin og orsakir hennar eru dularfullar en með því ÚRVAL að fást við þær, má leysa vand- ann í heild. Hið dularfulla er, að enda þótt Kristur sé bersýnilega Gyðingur (og það má sjá af orðum hans) þá lendir honum saman við aðra Gyð- inga um trúaratriði. Okkur er skýrt frá því, að þeir hafi hatað hann og ákveðið að ráða hann af dögum. Að lokum er hann tekinn af lífi, en ekki af Gyðingum eins og vænta mætti, heldur Rómverj- um. í stuttu máli sagt, þá tekur róm- verskur landshöfðingi af lífi Gyð- ing, sem var alls ekki hættulegur honum í stjórnmálum og sökin er sú að hann hafi framið glæp gegn Gyðingdómnum, sem einu sinni er nefndur. Á öðrum stað er talað um glæp gegn Rómaveldi, en það kemur þó greinilega í ljós, að sú sök á alls ekki við rök að styðjast. Og samt er það aðeins vegna þessa upplogna glæps, sem Kristur er loks krossfestur, „konungur Gyð- inga“. Þessi mótsögn í sjálfum kjarna guðspjallafrásagnarinnar leiðir svo til þess að segja verður söguna upp á nýtt. Nú skulum við gleyma þessari og öðrum mótsögnum í sögunum í bili og hverfa aftur í tímann. Það má byrja á lífláti Krists og halda síðan aftur guðspjöllin. Það verður að reyna að greina einhverja raun- veruleikaglætu í frásögnunum um líf Krists til þess að séð verði hverja þýðingu hann hafði fyrir líf fólksins á þessum tíma. Við verðum að búa okkur frásögn andstæða frásögn guðspjallanna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.