Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 4
2
ÚRVAL
'----------------------------------------------v
EFTIR BARN
Tjáir ei harma, iþó hýðið
hnigi fagurt til moldar
rósar, er rættist upp fyrri
en roðnar blómknappur;
upp -hana rætti, er átti,
urtagarðsmaður,
bar hana burt, til að setjast
betri í .iörð.
Ei fékk hún ásta á .iörðu,
eyrnda né gleði að kenna;
kyssti hana köldum vörum
sá 'kenndi hún ekki,
bar hana sinna beggja
breiðra vængja á milli
þangað, hvar eilif elska
eymdarlaus drottnar.
Bjarni Tliorarensen.
V_________________________>
og ritsnilld, var frábær og margar af
brellum hans munu seint gleymast.
En líklega verður hans þó lengst
minnzt fyrir uppfinningu sína á raf-
magninu og sinn ómetanlega þátt í
frelsisbaráttu Bandaríkjanna. Ævi
Benjamíns Franklins er bezt kunn
af sjálfsœvisögu hans, en sitthvað
hefur þó komið betur í Ijós síðan
hún var skrifuð. Sagan, sem hér
birtist úrdráttur úr, er nýjasta bók-
in um Benjamín Franklin, rituð af
Thomas Fleming. í henni kemwr
ótalmargt fram, sem ekki hefur ver-
ið áður vitað og styðst höfundurinn
bæði við eigin rannsóknir og ann-
arra. Eitt af ótalmörgum atriðum,
sem ný eru af nálinni, er ástæðan
fyrir hörkulegri andstöðu Franklins
gegn skaðabótakröfum Breta, þegar
samningar milli ríkjanna fóru fram.
William sonur hans, sem var eftir-
lœti hans, en var á öndverðum meiði
við föður sinn í frélsisbaráttunni,
kom þar við sögu.
BENJAMÍN FRANKLIN var einn
fjölhæfasti og stórbrotnasti persónu-
leiki, sem uppi hefur verið, og sag-
an af viðburðarríkri œvi hans er
sannarlega skem.mtileg, hrífandi og
uppbyggileg lesning.
MARGT FLEIRA mœtti benda á í
þessu hefti, svo sem frásögn ónefnds
föður af baráttu sonar hans við
heróínið. Þar fœst enn ein sönnun
þess, hve hörmulegar afleiðingar
eiturlyfjaneyzla ungs fólks hefur.
Síðast en ekki sízt er vert að vékja
athygli á grein um hina nýju mynd
alheimsins, sem er smátt og smátt
að mótast á stjörnurannsóknarstöðv-
um um allan heim!