Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 29
ÉG ER AFBRÝÐISÖM
27
töfrandli, tilfinninganæmur, djúp-
spakur, fyridinn, riddaralegur og
uppnuminn.
Því miður er það ekki aðeins í
veizlum, sem rekast má á aðrar
konur. Slík tækifæri hafa nefnilega
sína kosti. Eiginkonan getur virt
samkeppandann fyrir sér í fullum
gangi, hún getur „óvart“ hellt úr
glasi yfir kjólinn hennar, hún getur
blandað sér í maraþonsamræður eða
fengið höfuðverk. Það er nefnilega
þrotlaust framboð af öðrum konum
úti í hinum stóra heimi, riturum og
aðstoðarstúlkum á tannlæknastof-
um, kvenframkvæmdastjórum og
gömlum „skotum“ í Minneapolis.
Ég á ekki við, að við eiginkonurn-
ar eyðum hverju augnabliki vöku
okkar gagnteknar ótta um, að eig-
inmenn okkar falli í faðm annarra
kvenna. En ég minnist þess vel, þeg-
ar maðurinn minn fékk reikning
fyrir tvo frá gistihúsi einu í Penn-
sylvaniu, og ég hafði aldrei stigið
þangað fæti mínum. Ég minnist þess
líka, þegar ég fann lykil að bíla-
hóteli í bænum okkar í snyrtiborðs-
skúffunni hans. Ég þarf ekki að taka
það fram, hverjar sýnir birtust i
huga mér, áður en ég komst að
þeirri óhrekjanlegu staðreynd, að
þetta var einmitt skíðahótelið, þar
sem hann hafði farið á skíði með
elzta syni okkar, og að lykillinn að
bílahótelinu hafði verið skilinn eftir
af gesti, sem hafði verið í heimsókn
hjá okkur.
Það virðist oft ekki skipta máli,
hvort eiginmenn okkar eru á stefnu-
móti með sínum ungu, dýrlegu
rannsóknaraðstoðarstúlkum (eigin-
maður minn hefur aldrei gamlar og
Ijótar rannsóknaraðstoðarstúlkur)
eða hvort þeir eru bara að leita álits
þeirra á gin- og klaufaveikinni.
Þegar við erum afbrýðisamar,
hverfur öll skynsemi út í veður og
vind, og við gerum allt það and-
styggilega, fyrirlitlega, örvænting-
arfulla, óttaþrungna og stundum
hlægilega, sem fólki hættir til að
gera, þegar það er reitt eða sært.
Steinþagnaraðferðin er í miklu
uppáhaldi hjá afbrýðisömum eigin-
konum, vegna þess að þannig tekst
að refsa manninum, en glata samt
ekki virðuleik konunnar. Þær, sem
hafa ekki til að bera þá sjálfsstjórn
að geta haldið sig við steinþögnina,
geta alltaf gripið til „munnlegra"
árása! Þessar „munnlegu"1 árásir
geta verið mjög fjölbreytilegar, allt
frá röksemdafærslum til háðsglósa
eða jafnvel til úthellingar svívirð-
inga, sem tár fylgja oft með. (Mér
geðjast vel að háðglósum, en mér
gengur samt miklu betur, er ég út-
helli svívirðingum, þ.e. kalla hann
til dæmis saurlífissegg eða kynbrjál-
æðing)!
Connie vinkona mín segir, að hve-
nær sem afbrýðisemin grípi hana,
setjist hún niður hjá eiginmanni sín-
um og hvetji hann tii þess að leysa
frá skjóðunni með þeirri röksemda-
færslu, að hún sé skynsöm og raun-
sæ kona, sem geti tekið raunveru-
legum staðreyndum á skynsamlegan
hátt, hverjar svo sem þær kunni að
vera. „Og segi hann mér nokkru
sinni frá því, að hann haldi við ein-
hverja," bætir Connie við, „ætla ég
að grípa kjöthnífinn og reka hann
beint í gegnum hjartað á honum.“
Aðrar konur grípa til þess að