Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 105

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 105
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI 103 hröðum skrefum milli nýlendubúa annars vegar og hinna brezku stjórnenda nýlendnanna og fulltrúa þeirra hins vegar. Franklin gerði sér grein fyrir því, að hann varð stöðugt ákafari talsmaður málsstað- ar allra amerísku nýlendnanna sem heildar. Þingin í fylkjunum Penn- sylvaniu, New Jersey og Georgiu höfðu útnefnt Franklin sem fulltrúa sinn. (Franklin varð steinhissa, er hann hlaut þessa útnefningu Georg- iuþings. Hann skrifaði William syni sínum, að hann myndi ekki til þess, að hann þekkti nokkurn mann í þeirri nýlendu). Árið 1770 útnefndi þing Massachusettsfylkis Franklin einnig fulltrúa sinn, en þingmenn þess fylkis voru þeir uppreisnar- gjörnustu í öllum brezku nýlendun- um í Ameríku. Þessi viðurkenning nýlenduþing- anna varð síður en svo til þess að gera hin andamerísku öfl í ráðu- neytinu hlynntari Franklin og stefnu hans en áður. Og sama er að segja um eina hugdettu Franklins, er hann hrundi nú einmitt í fram- kvaemd um þetta leyti, en hún var einkennandi mjög fyrir hans sér- stæðu kímni. Sem aðstoðarpóst- málastjóri Bandaríkjanna naut hann undanþágu hvað snerti burðargiald. Áður hafði hann merkt bréf sín þannig: ,,Free B. Franklin“ (Frítt B. Franklin). En bréfin, sem hann sendi frá Englandi til Ameríku, fór hann nú að merkia á þessa leið: ,,B. Free Franklin“ (en þá fæst merk- ingin „Vertu frjáls Franklin" úr orðunum, þegar þau eru lesin þann- ig: Be Free Franklin. Þýð.). Hann fór nú einnig að gerast djarfari í upplýsinga- og áróðurs- greinum þeim, sem hann skrifaði fyrir ensk dagblöð. Það leið ekki á löngu, þar til Hillsborough lávarður, ráðherra fyrir amerísku nýlendurn- ar, fór að ráðast gegn Franklin og skoðunum hans í kvöldverðarboð- um og klúbbum í Lundúnum. Eftir- farandi dóm kvað hann upp um Franklin við mann nokkui-n: „Franklin er uppreisnarseggur, ó- eirðaseggur, óvinur þjónustunnar við konung vorn!“ En Franklin varð aldrei vinafátt. Hann átti fjölmarga góðvini. Hann hitti heilan hóp frjálslyndra vís- indamanna reglulega. Einn þeirra var Joseph Priestley, sem uppgötv- aði súrefnið. Og hann tryggði sér stuðning þeirra við málstað amer- ísku nýlendnanna í baráttu sinni tii þess að hafa áhrif á almenningsálit- ið. Hann hélt einnig áfram að vera náinn vinur margra áhrifamikilla aðalsmanna. Þeirra á meðal var Shelburne lávarður, sem bauð Franklin oft til óðals síns fyrir utan L.undúni. í einni heimsókn sinni hitti Franklin þar hóp mikilhæfra manna. sem voru einnig gestir lá- varðarins. Þar á meðal voru þeir Isaac Barré ofursti, einn helzti tals- maður í brezka þinginu fyrir rétt- indum amerísku nýlendnanna, hinn frægi leikari Davíð Garrick og Mor- ellet ábóti, frjálslyndur Frakki. Þeir Barré og Garrick voru geysilesir mælskumenn, og því lagði Franklin lítið til málanna í fyrstu. En svo „stal Franklin jafnvel senunni“ frá hinum mikla Garrick með svolítilli sýningu, sem hann stóð fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.