Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 8
6
Þetta er ekki einhver hókmenntalegur
orðaleikur og ekki eitthvert
brandaraorðalag, sem er til þess gert
að vekja Aliuga hvað sem það
kostar. Eg meina í full/ri alvöru:
Eg hef ekkert höfuð .. .
Hvernig það er
að týna höfðinu!
Það var bezti dagur
lífs míns, nokkurs kon-
ar endurfæðingardagur,
þegar ég uppgötvaði að
ég hafði ekkert höfuð.
Þetta er ekki einhver
bókmenntalegur orða-
leikur, ekki eitthvert
brandaraorðalag sem er
til þess gert að vekja
áhuga hvað sem það
kostar, ég meina í allri
alvöru: Ég hef ekkert
höfuð.
É'g gerði þessa upp-
götvun fyrir átján ár-
um þegar ég var þrjá-
tíu og þriggja ára gam-
all. Hún kom eins og út
úr geimnum en hún var
samt svar við ákafri
leit. I nokkra mánuði
hafði ég verið upptek-
inn af spurningunni
„Hver er ég?“ Sú stað-
reynd að ég var gang-
andi um í Himalaya-
fjöllunum hefur e. t. v.
lítið með þetta að gera,
en þó er sagt að í þessu
landi, Tíbet, sé auð-
veldara að komast í
óvenjulegt hugarástand
en annars staðar. Hvað
sem þessu viðvíkur þá
var þessi dagur óvenju
fagur, ég var staddur
við gilbarm og horfði
yfir þokubláa dali og
allt til hæstu fjalla á
jarðkringlunni, Kang-
senjunga og Everest
með snævikrýndum
tindum sínum. Þetta
ytra umhverfi var svo
sannarlega verðug um-
gjörð um hina stórkost-
legu, nýju innri útsýn.
Það sem raunveru-
lega gerðist var eitt-
hvað afskaplega einfalt
og í vissum skilningi
sáralítið merkilegt: Ég
hætti að hugsa. Ein-
kennileg kyrrð, skrít-
inn, glaðvakandi doði
eða magnleysi eins og
kom yfir mig. Rökhugs-
un, ímyndunarafl og
allt hugrænt, innra mal
þagnaði og koðnaði og
dó. Loks kom að því að
orðin brugðust mér ger-
samlega. Fortíð og
framtíð gufuðu upp. Eg
gleymdi hver og hvað
ég var, nafni mínu, að
ég var maður, að ég til-
heyrði dýraríkinu, öllu
— Gangleri —