Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
er dulur um eigin hagi. Einkalíf
hans er í rauninni eins dularfullt og
sum af hinum óskipulegú og rugl-
ingslegu ljóðum hans, sem eru troð-
full af málfræðivillum og skipa má
einhversstaðar mitt á milli ljóða
dulúðarskáldsins Williams Blakes
og Casey Stengels. En hið furðulega
er, að þessi blæja dulúðarinnar, sem
hvílir bæði yfir lífi hans og söngv-
um, hefur magnað forvitni og áhuga
aðdáenda hans fremur en að vekja
gremju þeirra.
Hann fæddist árið 1941 í Duluth í
Minnesotafylki, og var honum gef-
ið nafnið Robert Zimmerman. Hann
ólst upp í járnnámubænum Hibbing,
um 60 mílum frá kanadisku landa-
mærunum .Faðir hans rak þar járn-
vöruverzlun. Hann keypti píanó
handa sonum sínum, Bob, sem var
feiminn og feitlaginn, og yngri syn-
inum, Davíð. Og Bob lærði að leika
á píanó, gítar og harmóniku án
nokkurrar tilsagnar. „Það eina, sem
ég gerði, var að skrifa og syngja,
mála litlar myndir og draga mig í
hlé, þannig að ég varð ósýnilegur,‘‘
sagði hann síðar um þessi bernskuár
sín.
í gagnfræðaskóla stofnaði hann
eigin hljómsveit og lék rock-’n-roll-
tónlist, sem var þá 'að ná vinsæld-
um. Eina útvarpsstöðin með slíkri
tónlist, sem hann gat náð í útvarps-
tækinu sínu, var svertingjaútvarps-
stöð í Little Rock í Arkansasfylki.
Hann hlustaði oft langt fram á nótt
á tónlist þeirrar útvarpsstöðvar.
Hann hlustaði á svarta hljóðfæra-
leikara og söngvara eins og t.d. þá
Chuck Berry, Fats Domino og Little
Richard. Hann var svo hrifinn af
tónlist þeirra og söng, að í hvert
skipti sem einhver negri kom í bæ-
inn, leitaði hann hann uppi og ræddi
um tónlist við hann.
Að gagnfræða og menntaskóla-
námi loknu breytti hann eftirnafni
sínu í Dylan og tók að flækjast fram
og aftur um landið. Síðar innritað-
ist hann við Minnesotaháskóla. En
hann hafði minni áhuga á námi sínu
en söng og gítarleik í kaffihúsum í
háskólahverfinu. Hann hætti námi
eftir nokkra mánuði og fór aftur á
flakk. Hann spilaði og söng hvenær
sem honum gafst tækifæri til slíks.
Hann hafði lengi vel verið stórhrif-
inn af söng og tónlist Woody Guthr-
ie, hins goðsagnakennda þjóðlaga-
og alþýðulagasöngvara kreppuár-
anna. Árið 1960 lagði hann af stað
til Austurstrandarinnar til þess að
heimsækja Guthrie, sem lá þá fyrir
dauðanum í sjúkrahúsi einu í New
Jerseyfylki. Hinn deyjandi maður
og grannvaxni unglingurinn urðu
nánir vinir. Dylan virðist hafa tamið
sér bluessöngstíl Guthries, sem ein-
kennist af sundurlausum setningum,
sem mæltar eru af munni fram
fremur en sungnar. Hann virðist
jafnvel hafa tileinkað sér Suðvest-
urríkjaseim hans og slanguryrtan
talsmáta.
BYRON NÚTÍMANS
Þegar Dylan kom til New York
árið 1961, líktist hann helzt fugla-
hræðu af einhverjum kornakri úti á
sléttunum. Hann var grindhoraður
og hafði sterkan ákefðarsvip á and-
litinu. Hárið var sítt og stóð út í
allar áttir. Hann byrjaði að leika í
kaffihúsum í listamannahverfinu