Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 59

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 59
BARÁTTA SONAR MÍNS VIÐ HEROINIÐ 57 því við, að Mark elskaði okkur bæði og væri stoltur af okkur. Okkur létti mjög við þessar frétt- ir, þótt þær gerðu okkur að vísu einnig dálítið ringluð. Við tókum því að gera áætlanir. Við höfðum hvort eð er ætlað að flytja til ann- ars bæjar, svo að lausnin yirtist henta alveg prýðilega. Við hétum því, að við skyldum reyna að taka meira tillit hvert til annars en áður, og ákváðum, að Mark byrjaði svo í nýja skólanum, strax eftir að við hefðum flutt. Ég varð að fara í ferðalag vegna starfs míns, tæpum mánuði eftir að við fluttum í nýja húsið. Meðan ég var fjarverandi, tilkynnti Mark móður sinni, að hann væri að hætta í skólanum. Hann bætti líka við öllu því gamla, að hún væri hræsnisfull menningarsnobb, misheppnuð manneskja og tík. Hún hafði ekki misst trú sína á honum, þegar ég hafði áður gert það. En nú gekk hann svo langt, að hún skipaði hon- um að fara burt af heimilinu og koma þangað aldrei aftur. Hann var að heiman í tvær vikur og lifði á bónbjörgum meðal vina sinna, meðan við biðum þess að hann létí undan. Við vorum haldin þeirri gamaldags von, að hann mundi að lokum „taka sönsum“. Loks kom hann heim. Hann leit út eins og vofa. Hann var kinnfiska- soginn, og það var kvalasvipur í augum hans. Hann sagði, að sér þætti þetta leitt, en þó var eins og hugur fylgdi ekki máli. Hann talaði um að fá sér vinnu í verksmiðju. Svo hvarf hann að heiman aftur eftir nokkra daga. Þetta tímabil er hulið eins konar móðu. Við lifðum í sannkölluðu viti, þegar hann var heima og eins þegar hann var að heiman. í hvert skipti sem hann rauk að heiman, létum við sefjast vegna óttans og ástarinnar, sem við bárum til sonar okkar. Við minntumst þess þá, hvað hann hafði áður verið heldur én þess, sem hann var nú orðinn. Við töldum okkur sjálf trú um, að hann tæki sig kannski á, ef hann fengi aðeins eitt tækifæri í viðbót. Dag einn síðla vors, er Mark hafði rokið að heiman og haldið síðan heim fljótlega á nýjan leik, lenti ég í hörkurifrildi við hann, þótt það væri að vísu ekki verra en mörg fyrri rifrildi okkar. En ég var orð- inn þreyttur á að sjá konuna mína grátandi dag eftir dag og sjá andlit hennar verða fölt og tekið, gamalt um aldur fram. Ég var orðinn þreyttur á þessari sífelldu spennu á heimilinu og vonbrigðunum, sem voru nú orðin hluti af okkur. Ég fór upp í herbergið hans og sagði hon- um, að nú skyldi hann taka saman dótið sitt og fara burt fyrir fullt og allt. „Þetta er alveg þýðingarlaust, Mark,“ sagði ég. „Þér líður illa hérna heima, og þú ert að drepa okkur. Kannski finnurðu það, sem þú þarfnast, ef þú ferð að heiman.“ Hann fór að gráta, og ég spurði hann enn einu sinni, hvort hann gæti sagt mér frá því, hvað væri í raun og veru að. Og nú leysti hann frá skjóðunni. Hann sagði mér, að hann notaði stöðugt heroin, hann sygi það upp í nefið, sprautaði því í æð og neytti þess á alla hugsanlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.