Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 106

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 106
104 TJRVAL Á gönguferð um landareign Shel- burne lávarðar lýsti Franklin yfir því, leyndardómsfullur á svip, að vísindarannsóknir hans hefðu gætt hann kröftum, sem hann flíkaði yf- irleitt ekki. Svo benti hann á læk einn. Vatnsyfirborð hans var nokk- uð úfið vegna allsterks vinds. Hann sagðist hafa komizt að því, hvernig stilla mætti úfið vatnsyfirborð, svo að það yrði lygnt. Göngufélagarnir voru mjög tor- tryggnir gagnvart þessari lýsingu. Hann sagði þeim þá að bíða í um 200 skrefa fjarlægð frá lækjarbakk- anum, gekk sjálfur fram á bakkann og sveiflaði göngustaf sínum nokkr- um sinnum á dularfullan hátt yfir vatnsborðinu. Skyndilega kyrrðist það og varð alveg lygnt. Morellet, Shelburne og aðrir, sem viðstaddir voru, hlupu fram á bakkann, en þeir gátu ekki greint neitt, er gæti útskýrt þetta kraftaverk. Verka- maður einn, sem stóð þarna nálægt, fylltist slíkri lotningu, að hann var sannfærður um, að Franklin byggi yfir yfirnáttúrlegum krafti. Síðar opinberaði Fraklin leyndar- dóminn fyrir þeim. í holrúmi neðst í stafnum hafði hann falið litla flösku, sem var full af tærri olíu. Hann sagðist árum saman hafa gert tilraunir til að stiila vatnsyfirborð með hjálp olíu. Hann hafði uppgötv- að, að slíkt heppnaðist vel, þegar um lítinn vatnsflöt var að ræða. En hann bætti því við, að tilraunir, sem hann hefði gert til að stilla yfirborð hafsins,- hefðu ekki reynzt vel og áliti hann því, að þetta ráð nægði ekki til hjálpar skipum í stormi á hafi úti. AMERÍSKT „GRÍN“ Á þessum árum gafst Franklin tækifæri til þess að vinna að því, að gamall draumur hans fengi að rætast, þ.e. stofnun nýrrar nýlendu í hinum ónumdu héruðum Ohio- dalsins. Þetta var eitt helzta áhuga- mál lífs hans og nátengt ást hans á William, syni sínum. Þeir höfðu ráð- gert það í sameiningu að biðja kon- ung um opinbert leyfi til stofnunar slíkrar nýlendu. Og Franklin von- aði, að stofnun stórrar nýlendu þarna á vesturlandamærunum gæti reynzt eitt helzta afrek, er honum auðnaðist að vinna á sínum efri ár- um. William útvegaði fjármagn í ný- lendunum í þessu augnamiði ásamt hóp fjármálamanna, sem vildu taka þátt í þessari framkvæmd. Þeir áttu fundi við Indíánahöfðingja og ákváðu bráðabirgðalandamæri þess- arar nýju nýlendu. Benjamín vann svo að máli þessu að tjaldabaki í Lundúnum. Það má telja það gott dæmi um samningalipurð og stjórnkænsku Franklins, að þessi hugmynd skyldi lífi halda. Franklin jók áróður sinn í brezkum dagblöðum, eftir því sem sambúð Englands og amerísku ný- lendnanna varð erfiðari. Þegar brezka þingið afnám Townshend- lögin og innflutningstollana sam- kvæmt þeim en hélt þó fast við inn- flutningstoll á tei, skrifaði Franklin nístandi háðgrein, er bar heitið „Reglur, sem fara skal eftir til þess að gera stórt heimsveldi að litlu heimsveldi“. Þar taldi hann upp 20 atriði, og var þar í rauninni um að ræða lýsingu á ýmsum verstu atrið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.