Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 125

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 125
MAÐURINN SEM ÓGNAÐl ELDINGUNNI 123 Franklin innblástur að framkvæmd enn einnar „grínbrellu" með hjálp ritsnilldar sinnar. Hann sendi „Fed- eral Gazette“ ritgerð, sem hann sagði, að skrifuð hefði verið í Alsír fyrir 100 árum. Hann sneri öllum röksemdarfærslum Jackson við og varði með kjafti og klóm þá venju múhameðstrúarmanna að gera hvíta kristna menn að þrælum sínum. Margir Fíldelfíubúar létu svo blekkjast af grein þessari, að þeir leituðu dyrum og dyngjum í bóka- búðum og bókasöfnum að bók þeirri, sem Franklin sagði vera heimildar- rit ritgerðar þessarar. í bréfi til George Washingtons, sem skrifað var 1789, opinberaði Franklin uppsprettu síns sterka lífs- vilja. Hann óskaði þessum fyrsta forseta landsins til hamingju „með hinn vaxandi þrótt okkar nýju rík- isstjórnar undir foryztu yðar“, eins og hann komst að orði. Svo bætti hann við: „Ég hefði átt að deyja fyrir tveim árum til þess að losna við þjáningar mínar. En þótt ég hafi orðið að þola óskaplegar þjáningar þessi tvö ár, þá er ég samt glaður yfir því að hafa lifað þau, þar sem þau hafa gert mér fært að verða vitni að því, hver aðstaða okkar er orðin núna.“ Svar Washintons hafði ef til vill að geyma það mesta lof, sem Frank- lin hefur nokkru sinni orðið aðnjót- andi: „Ég vildi, að Guð gæfi, kæri herra, að ég hefði tækifæri til að óska yður til hamingju með að losna við þær óskaplegu þjáningar, sem þér verðið að þola, og að tilveru yð- ar mætti ljúka á eins þægilegan hátt fyrir yður og áframhald hennar hef- ur verið blessunarríkt fyi’ir land okkar og gagnlegt fyrir mannkynið. Ef það getur fært sál mannsins ánægju, að njóta lotningar vegna eigin velvildar, að njóta aðdáunar vegna hæfileika, að njóta virðingar vegna ættjarðarástar, að njóta ástar vegna góðverka, þá hljótið þér að njóta þeirrar ánægjulegu huggunar að vita, að þér hafið ekki lifað til einskis." Níu mánuðum síðar féll Franklin í dá og dó skömmu síðar 84 ára að aldri. Dauði hans var tilkynntur í „Pennsylvania Gazette“, sem skreytt var svartri rönd í virðingarskyni. 20.000 manns voru viðstaddir, er kista hans var látin síga niður í gröfina í kirkjugarðinum við Krists- kirkju, þar sem hann hlaut legstað við hlið Deboru konu sinnar. Og kirkjuklukkurnar sendu honum hinztu kveðju samborgaranna. Vísindamenn og stjórnmálamenn um víða veröld skrifuðu minningar- greinar og fluttu um hann minning- arræður, þar sem þeir röktu hinn ótrúlega lífsferil hans. En kannske hefur de Mirebeau greifi mælt hjartnæmustu orðtn, er hann minnt- ist Franklins í franska þjóðþinginu. Þessi frjálslyndi aðalsmaður lýsti yfir því, að nú væri kominn tími til þess, að ríkisstjórnir syrgðu ekki að- eins konunga, prinsa og hershöfð- ingja, heldur einnig velgerðarmenn mannkynsins. Hann bað fulltrúa þjóðþingsins um að sýna með sér vott um sorg sína með því að ganga í sorgarklæðum í þrjá daga og hylla þannig þennan „volduga snilling“, sem hefði losað mennina við óttann við bæði „þrumur og harðstjóra“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.