Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 116

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 116
VKL______ 114 birgðir og útvegun þeirra til handa hinum „nýfædda“ ameríska her. Hann veitti þinginu góð ráð, um samskipti við ýmsa Indíánaflokka og verndun verzlunar- og viðskipta- hagsmuna nýlendnanna. Hann tók að leita fyrir sér um aðstoð Frakka í styrjöldinni og var enn fremur meðlimur Öryggisnefndarinnar, sem hafði það hlutverk að efla varnir Pennsylvaniu gegn hugsanlegum brezkum árásum. Það er engin furða á því, að John Adams fannst eitt sinn ástæða til þess að, taka það fram, að Franklin var „mestallan tímann steinsofandi í sæti sínu“ á þingfundum. Sally, dóttir Franklins, tók inni- lega á móti honum við heimkomuna. Hún hafði nú gifzt kaupmanni, Ric- hard Bache að nafni, og áttu þau nú þrjú börn. En aðrar fjölskyldufrétt- ir voru slæmar, Jane Mecom, systir Franklins, sem nú var orðin ekkja, hafði orðið að flýja frá Boston ásamt fjölda annarra borgara, því að nú var hafið umsátur um borgina. Og William sat enn sem fastast sem ný- lendustjóri í New Jersey. Franklin reyndi hvað eftir annað að fá son sinn til þess að ganga í lið með amerísku nýlendunum. Hann lýsti afstöðu sinni af fullri hrein- skilni. Hann sagðist vera hlynntur sjálfstæði amerísku nýlendnanna. William varð alveg furðu lostinn, er hann heyrði þetta. Það voru jafnvel fáir menn á Meginlandsþinginu, sem tóku enn svo afdráttarlausa afstöðu. Þegar Franklin spurði son sinn, hvers vegna hann hefði ekki sagt af sér stöðu sinni, svaraði William því til á mjög ákveðinn hátt, að sér ÚRVAL fyndist hann vera skulbundinn kon- ungi. Franklin reyndi að varðveita hug- arró sína þrátt fyrir gjána, sem var að dýpka milli þeirra feðganna. En misklíðin milli þeirra feðganna magnaðist mjög, svo að við lá, að þeir slitu öll tengsl sín á milli, er átökin hörðnuðu og aðrir konungs- hollir nýlendustj órar flúðu eða voru rekriir frá völdum. í nóvember árið 1775 ávarpaði William Franklin þing New Jersey. Hann skýrði þingheimi frá því af- dráttarlaust, hvers vegna hann hefði ekki fylgt dæmi annarra konung- hollra embættismanna með því að flýja út í brezk herskip. Hann sagð- ist ekki kæra sig um, að konungur héldi, að það ríkti „raunveruleg uppreisn í New Jerseynýlendunni eins og ríkti augsýnilega í öðrum nýlendum.“ William skýrði þingmönnum frá því, að þeir þyrftu ekki annað en að skýra honum frá því, ef þeir vildu losna við hann. Þessi ákveðna af- staða Williams hafði slík áhrif á þingmenn, að þeir samþykktu að senda Georgi III. bænarskjal. Will- iam stakk upp á því, að í því létu þeir í ljósi ósk um „endurheimtingu friðar og samræmis milli nýlend- unnar og heimalandsins“. Þetta bænarskjal var ógnun við hina samræmdu andspyrnu ame- rísku nýlendnanna. Og þingmenn Meginlandsþingsins brugðu því skjótt við. Þeir voru því allir sam- mála, hversu nauðsynlegt það væri, að samstaða nýlendnanna í and- spyrnuhreyfingunni rofnaði ekki. Meginlandsþingið samþykkti ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.