Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 24

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 24
22 ÚRVAL hélt Dylan áfram að krefjast þess að mega vera frjáls og óháður og lifa sínu einkalífi í friði. Hann neit- aði að koma fram í sjónvarpsþætt- inum „Ed Sullivan Show“, þegar sjónvarpsstöðin CBS vildi ekki le.vfa honum að syngja ljóð, þar sem hent var gaman að afturhaldssamtökum „John Birch Society“. Honum tókst líka að móðga hina frjálslyndu „Neyðarmannréttindanefnd“ (Em- ergency Civil Liberties Commietee), sem veitti honum verðlaun, en baul- aði svo á þakkarræðu hans. Hann hefur aldrei kært sig um að gerast aðili að skipulögðum baráttuhreyf- ingum. „Ég er enginn hreyfinga- maður,“ sagði hann. „Þær eru al- veg eins og stjórnmálabaráttan. Ég get ekki tekið þátt í neinni skipu- legri baráttuhreyfingu." Aðferðir þær, sem Dylan notar við lagasmíðina, hafa alltaf verið óskipulegar, svo að ekki sé meira sagt. Hann segist hafa samið beztu lög sín í herbergjum bílahótela og í bílum. Hann samdi „Stræti ömur- leikans11 (Desolation Row) sem far- þegi í leigubíl í New Yorkborg. „Ég reyni bara að koma laginu á pappír, þegar það brýzt fram í huga mér,“ segir hann. „Og þegar þau vilja ekki brjótast fram, læt ég þau eiga sig.“ Þetta kann að vera furðulegt kerfi, en það hefur samt reynzt honum vel. „Dylan brýtur öll lögmál laga- smíðinnar,“ segir gagnrýnandinn Robert Shelton, „nema þá, að hann hefur ætíð eitthvað að segja og segir það á stórkostlegan hátt.“ Tónlist hans þróaðist stöðugt á óútreiknanlegan hátt. Með hverju plötualbúmi braut hann nýtt blað og reyndi nýja leið, eignaðist nýja að- dáendur og glataði stundum þeim fyrri. Á þjóðlagahátíðinni í New- port árið 1965 var hann baulaður út af leiksviðinu, þegar hann birtist þar með rafmagnsgítar og söng nú þjóðlög og alþýðulög sín við undir- leik uppmagnaðs rokkhljómfalls. En samt eignaðist hann þá jafnvel enn fleiri aðdáendur meðal unga fólks- ins, sem var snortið af hinum nýja rokkstíl og „psychedeliskum" til- brigðum og hughrifum hans. Og með útkomu plötunnar „Herra Tam- bourinemaður“ (Mr. Tambourine Man) árið 1965, sem varð geysilega vinsæl, má segja, að alþýðu- og þjóðlagarokkinu hafi verið hleypt af stokkunum, svo að um munaði. Þessi nýi stíli Dylans hafði áhrif á fjölda framúrskarandi pop-lista- mann, svo sem Byrds, Simon og Garfunkel, Donovan og jafnvel Bítl- ana. Og velgengni og vaxandi frægð Dylans opnaði hliðin fyrir þann fjölda alþýðu- og þjóðlagarokk- söngvara, sem vinsælir urðu á sjö- unda tug aldarinnar. AFLEIÐING SLYSSINS ..Það getur orðið manni byrði, að það skuli alls staðar vera tekið eftir manni,“ sagði Dylan kvörtunarrómi, þegar vinsældir hans tóku að vaxa um allan helming. „Þess vegna læt ég mig oft hverfa.11 Dylan fór nú að ,,hverfa“ hvað eftir annað til griða- staðar, sem umboðsmaður hans á uppi í sveit, nálægt smábænum Woodstock, sem er um 90 mílur fyr- ir norðan New Yorkborg. Hann hafði unun af að þjóta um sveitirn- ar þarna í nágrenninu á bifhjólinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.