Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 12

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 12
10 ÚRVAL af kolsýrlingi, kolvetnisögnum, blý- samböndum, brennisteinstvísýrli ngi, köfnunarefnisoxíðum, alls konar ó- hreinindaögnum og ótal öðrum eitr- uðum efnum. Geimfararnir í Apollo 10. gátu komið auga á Los Angeles sem óhreinindaklessu úr 25.000 mílna hæð. Hún líktist helzt eins konar krabbameinsæxli, séð utan úr geiminum. Flugmenn flugfélag- anna segja, að whiskybrúnn reykur og sóthjúpur sjáist úr 70 míina fjarlægð grúfa yfir næstum hverri bandarískri boirg, jafnvel bæjum eins og Missoula norður í Montana- fylki, hinu afskekkta og víðlenda fylki, sem kallað hefur verið land hins „víðfeðma himins“. Efni það, sem flestir Bandaríkjamenn anda nú að sér, líkist fremur loftkennd- um óþverra en venjulegu andrúms- lofti. Bandaríkjamenn þekkja vel til saurgunar og mengunar umhverfis- ins. Þeir þurfa ekki langt að sækja til þess að komast í kast við slík fyrirbrigði. Sem dæmi mætti nefna vatnið í krönunum, stræti og vegi, troðfull af bílum, og landslag þakið alls kyns rusli og úrgangi. Þar er um að ræða hina sýnilegu hrörnun, Ameríku Hina Ljótu. A ári hverju kasta Bandaríkja- menn burt 7 milljón bílum, yfir 100 milljón hjólbörðum, 20 milljón tonnum af pappír, 28 billjón flösk- um og 48 billjón dósum. (Það kost- ar 2.8 billjónir dollara á ári að safna þessum úrgangi saman og flytja hann burt frá híbýlum manna, verksmiðjum og öðrum vinnustöð- um. Bandaríkin eiga einnig sök á tæpum 50% af allri iðnaðarmengun veraldar. Á ári hverju kasta banda- rískar verksmiðjur burt 110 mill- jón tonnum af úrgangsefnum í föstu ásigkomulagi og spýta 800 milljón tonnum af reyk og óhrein- um gufum út í andrúmsloftið. Hlut- ar af hinu geysimikla Pugetsundi (þ.e. sundi og flóa við Seattle nyrzt á vesturströndinni) eru alþaktir úr- gangsefnum úr trjáviðarmyllum. Á Appalachiafjallasvæðinu nálægt Austurströndinni hefur eitruð sýra frá ofanjarðarnámum lekið niður í uppsprettu vatnslögin. Þar að auki hafa kemisk efni að miklu leyti komið í stað húsdýraáburðar sem áburðarefni á akra og haga, en kom- ið hefur verið upp risavöxnum fóðr- unarstöðum fjrrir nautgripi nær borgunum en áður. Afleiðingin hef- ur orðið sú, að þvag og mykja hús- dýra saurgar nú drykkjarvatn og er slíkt nú orðið geysilegt heilbrigðis- vandamál. Bílar landsins, sem eru nú orðnir 83 milljónir talsins, valda 60% allr- ar mengunar í borgunum. Bílaverk- smiðjurnar í Detroit koma fram með nýjar árgerðir árið 1971, sem munu aðeins gefa frá sér 37% þess kolsýrlings, sem árgerðirnar 1960 gáfu frá sér. En kannske verða þess- ar nýju árgerðir þess í stað að gefa frá sér meira af köfnunarefnisoxíði en áður. Og köfnunarefnisoxíð eru sérstaklega hættuleg. f sólskini ganga þau í samband við kolvetni úr bensíni og mynda PAN (peroxy- acetyl nitrate), en það er eitt eitr- aðasta efnið í reykþoku borganna. Kenneth E. F. Watt við Kali- forníuháskóla í Davis, sem er sér- fræðingur í vísindagrein þeirri, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.