Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
af kolsýrlingi, kolvetnisögnum, blý-
samböndum, brennisteinstvísýrli ngi,
köfnunarefnisoxíðum, alls konar ó-
hreinindaögnum og ótal öðrum eitr-
uðum efnum. Geimfararnir í Apollo
10. gátu komið auga á Los Angeles
sem óhreinindaklessu úr 25.000
mílna hæð. Hún líktist helzt eins
konar krabbameinsæxli, séð utan
úr geiminum. Flugmenn flugfélag-
anna segja, að whiskybrúnn reykur
og sóthjúpur sjáist úr 70 míina
fjarlægð grúfa yfir næstum hverri
bandarískri boirg, jafnvel bæjum
eins og Missoula norður í Montana-
fylki, hinu afskekkta og víðlenda
fylki, sem kallað hefur verið land
hins „víðfeðma himins“. Efni það,
sem flestir Bandaríkjamenn anda
nú að sér, líkist fremur loftkennd-
um óþverra en venjulegu andrúms-
lofti.
Bandaríkjamenn þekkja vel til
saurgunar og mengunar umhverfis-
ins. Þeir þurfa ekki langt að sækja
til þess að komast í kast við slík
fyrirbrigði. Sem dæmi mætti nefna
vatnið í krönunum, stræti og vegi,
troðfull af bílum, og landslag þakið
alls kyns rusli og úrgangi. Þar er
um að ræða hina sýnilegu hrörnun,
Ameríku Hina Ljótu.
A ári hverju kasta Bandaríkja-
menn burt 7 milljón bílum, yfir 100
milljón hjólbörðum, 20 milljón
tonnum af pappír, 28 billjón flösk-
um og 48 billjón dósum. (Það kost-
ar 2.8 billjónir dollara á ári að safna
þessum úrgangi saman og flytja
hann burt frá híbýlum manna,
verksmiðjum og öðrum vinnustöð-
um. Bandaríkin eiga einnig sök á
tæpum 50% af allri iðnaðarmengun
veraldar. Á ári hverju kasta banda-
rískar verksmiðjur burt 110 mill-
jón tonnum af úrgangsefnum í
föstu ásigkomulagi og spýta 800
milljón tonnum af reyk og óhrein-
um gufum út í andrúmsloftið. Hlut-
ar af hinu geysimikla Pugetsundi
(þ.e. sundi og flóa við Seattle nyrzt
á vesturströndinni) eru alþaktir úr-
gangsefnum úr trjáviðarmyllum. Á
Appalachiafjallasvæðinu nálægt
Austurströndinni hefur eitruð sýra
frá ofanjarðarnámum lekið niður í
uppsprettu vatnslögin. Þar að auki
hafa kemisk efni að miklu leyti
komið í stað húsdýraáburðar sem
áburðarefni á akra og haga, en kom-
ið hefur verið upp risavöxnum fóðr-
unarstöðum fjrrir nautgripi nær
borgunum en áður. Afleiðingin hef-
ur orðið sú, að þvag og mykja hús-
dýra saurgar nú drykkjarvatn og er
slíkt nú orðið geysilegt heilbrigðis-
vandamál.
Bílar landsins, sem eru nú orðnir
83 milljónir talsins, valda 60% allr-
ar mengunar í borgunum. Bílaverk-
smiðjurnar í Detroit koma fram
með nýjar árgerðir árið 1971, sem
munu aðeins gefa frá sér 37% þess
kolsýrlings, sem árgerðirnar 1960
gáfu frá sér. En kannske verða þess-
ar nýju árgerðir þess í stað að gefa
frá sér meira af köfnunarefnisoxíði
en áður. Og köfnunarefnisoxíð eru
sérstaklega hættuleg. f sólskini
ganga þau í samband við kolvetni
úr bensíni og mynda PAN (peroxy-
acetyl nitrate), en það er eitt eitr-
aðasta efnið í reykþoku borganna.
Kenneth E. F. Watt við Kali-
forníuháskóla í Davis, sem er sér-
fræðingur í vísindagrein þeirri, sem