Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
heatrum Flavium“, af því að hún
var byggð af Vespasiani keisara,
meðlimi Flaviusarfjölskyldunnar.
Astæður hans fyrir að láta reisa
þetta stærsta hringleikahús í róm-
verska keisaraveldinu voru ekki
smáar í sniðum fremur en bygging-
in. Hann sagði, að stríðsfangar gætu
reist bygginguna á ódýran hátt, að
Róm fengi þannig nýja skemmti-
miðstöð og að nokkru af almenn-
ingslandareignum þeim, sem fyrri
keisarar höfðu tekið eignarnámi,
yrði þannig skilað aftur til almenn-
ings. En það varð samt að glíma við
eina næstum óviðráðanlega hindrun:
Nero hafði látið gera stöðuvatn á
byggingarstaðnum, þ.e. aðeins um
nokkur hundruð metrum frá hring-
torginu. Verkfræðingum Vespasians
tókst að ræsa tjörnina fram, en
jarðvegurinn var samt enn mýrar-
kenndur. Og núverandi starfsbræð-
ur þessara fornu verkfræðinga
undrast yfir því, hvernig þeim hafi
tekizt að láta þessa ótryggu undir-
stöðu bera þennan ofboðslega þunga.
Við skulum íhuga stærðarhlutföll
Colosseum. Lengri ,,öxull“ bygging-
arinnar er 620 fet, en sá styttri 513
fet, þ.e. hún er svolítið sporöskju-
löguð. Og hún er 160 fet á hæð. þ.e
fiórar hæðir auk kjallara og nokk-
urra undirkjallara. Og allt var þetta
byggt úr steini. Aðalburðargrindin
og stærstu gangar voru úr steini,
risavöxnum travertinesteinblökkum,
sem kræktar voru saman með járni.
Að innan var byggingin að nokkru
ieyti úr steini, og að nokkru leyti úr
steinsteypu, sem lögð var múrstein-
um. Sætin, 50.000 að tölu, voru úr
marmara og steini. Það var notað
mjög lítið timbur í bygginguna, þótt
gólf leikvangsins væri byggt úr
timbri vegna fellihurðanna og hler-
anna, sem lágu að flóknu kerfi neð-
anjarðargeymsluherbergja, leik-
sviðsútbúnaðar, vopnabúra, dýra-
gryfja og skolpræsa.
LEIKVANGUR DAUÐANS
Boghliðin á jarðhæðinni, 80 tals-
ins, voru inngönguhlið. Tvö þeirra
voru lokuð almenningi. Voru þau
við sitt hvorn enda styttri öxuls
sporöskjunnar. Um þau lá leiðin að
sérstökum áhorfendasvæðum. Ann-
að var ætlað keisaranum og fylgd-
arliði hans, en hitt, sem var beint á
móti hinum megin leikvangsins, var
ætlað sendiherrum og öðrum tign-
um gestum, og var það aðeins 15
fetum fyi-ir ofan leikvangsgólfið.
Aðrir bekkir í fremstu röð þessa
sama hrings voru ætluð senatorum
þingsins og öðrum háttsettum em-
bættismönnum. Að baki þeim voru
24 bekkir fyrir riddara og dómara,
síðan 16 bekkjaraðir fyrir alþýðu
manna, síðan 10 bekkjaraðir fyrir
hermenn og efst ein bekkjaröð fyr-
ir konur.
Vespasian lifði ekki nógu lengi til
þess að fá tækifæri til að vígja þessa
gjöf sína og færa hana þjóðinni að
giöf. Byggingarvinnan hófst árið 72
e.Kr., en á þeim sjö árum, sem hann
átti þá eftir ólifuð, risu aðeins vegg-
ir byggingarinnar og þó ekki að
fullu heldur aðeins upp á þriðju
hæð. Að ári liðnu höfðu þeir risið í
fulla hæð. Og sonur hans og eftir-
rennari, hinn grimmi Titus, bauð
almenningi á leikvanginn til mik-
illar vígsluhátíðar. ,,Leikir“ hans,