Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 57

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 57
BARÁTTA SONAR MÍNS VIÐ HEROINIÐ 55 segja honum álit okkar. Neyzla á marijuana var bönnuð, einnig á pill- um og LSD. Við bönnuðum honum að neyta hverra þeirra lyfja, sem höfðu annarleg áhrif á hugann, hvort sem aðrir unglingar gerðu slíkt eða ekki. (Heroin var svo fjar- lægt hugarheimi okkar, að það var eins og við álitum, að það væri ræktað á einhverri annarri reiki- stjörnu, allt of langt í burtu til þess að ástæða væri til þess að óttast það). Þegar persónuleiki Marks fór að breytast og líkt og að gliðna í sund- ur þetta sumar, áleit ég í fyrstu, að þetta væru bara eðlileg einkenni í fari unglings, sem væri að verða fullorðinn. Hann var alltaf að heim- an og á sífelldu flandri með vinum sínum. Þeir voru flestir eldri en hann. Hann naut þess að geta flækzt með þeim í bílunum þeirra og krafð- ist þess að mega koma og fara eins og hann lysti. Hann krafðist algers hreyfingarfrelsis. En ,,gæði“ vina hans höfðu breytzt. Fyrri vinir hans höfðu verið vel gefnir, og indælir og heiðvirðir piltar. Hinir nýju vin- ir hans slæptust og flæktust bara um í sljóu aðgerðarleysi. Þeir virt- ust dauðir hið innra. Þeir syntu al- drei, þótt sumarsólin hellti geislum sínum yfir landið og gnægð bað- stranda væri skammt undan. Ég skynjaði það á einhvern hátt, að þeir bjuggu yfir einhverju ömurlegu leyndarmáli, og ég fann, að Mark deildi þessu leyndarmáli með þeim. Hann fór nú að verða mjög mis- lyndur. Það skiptust á sífelldar skapsveiflur. Ýmist var hann ólund- arlegur og afundinn eða ofsakátur og eirðarlaus. Hann sleppti sér al- veg af bræði, þegar við stungum upp á því, að hann lagaði til í her- berginu sínu eða hjálpaði einstaka sinnum til á heimilinu. Þegar móðir hann reyndi að vekja áhuga hans á einhverri bók eða tennistímum, hæddist hann að ástæðunum fyrir þessari viðleitni hennar og mati hennar á verðmætum lífsins. Stund- um hætti hann ekki, fyrr en hún var farin að gráta. Hann gerði sér nú far um að verða sem allra fáránleg- astur í klæðaburði, miklu fáránlegri en unglingatízkan almennt. Og hann fór að ljúga að staðaldri. Dag einn hringdi faðir tveggja pilta, sem voru orðnir tíðir gestir sonar okkar, til mín og sagði mér, að synir hans hefðu viðurkennt, að þeir hefðu reykt marijuana, sem þeir hefðu fengið hjá Mark. Mark þverneitaði þessu ofsalega, þegar ég gekk á hann, og ég trúði honum. Þegar faðir drengjanna bar þetta á Mark í viðurvist hans síðar s%-ma dag, viðurkenndi Mark það strax, er maðurinn fór að spyrja hann nánar um þetta. „Hvers vegna lýgurðu að mér, en segir svo ókunnugum manni sann- leikann?“ spurði ég. „Ég vildi ekki valda þér von- brigðum, pabbi,“ svaraði hann. „Ég sver, að þetta skal ekki koma fvrir aftur. Við gerðum þetta bara einu sinni.“ Og ég trúði þessu líka. Það er erfitt að bregða út af venjunni og hætta að treysta heiðarlegum pilti, sem maður hefur alltaf treyst áður. Ein dagbókarfærslan, sem Mark færði mörgum mánuðum eftir þenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.