Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 112
110
ÚRVAL
þekkti flesta persónulega, hefðu
getað fengið af sér að leggja á ráðin
um þessa ruddalegu meðferð á hon-
um á eins konar opinberri sýningu.
En þessi aðdáanlega þögn Frank-
lins merkti ekki, að hann ætlaði að
fyrirgefa eða gleyma þeirri ofboðs-
legu meðferð, sem hann hafði nú
orðið fyrir. Fundarsalurinn tæmd-
ist fljótlega, eftir að „sýningunni“
lauk, og lenti Franklin við hlið,
Wedderburns, kvalara síns, á leið-
inni út. Franklin tók blíðlega í
handlegg honum og hvíslaði: ,,Ég
skal gera húsbónda yðar að litlum
kóngi fyrir þetta!“
DAPURLEG KVEÐJUSTUND
Franklin dvaldi í Englandi í tvö
ár í viðbót. Hann var sviptur stöðu
sinni sem aðstoðarpóstmálastjóri
eftir auðmýkinguna, sem hann hafði
orðið fyrir í Hanaatssalnum. En hann
hélt áfram að starfa sem fulltrúi
fyrir nýlendurnar fjórar. Og þegar
hið nýstofnaða Meginlandsþing
samdi bænarskrá, sem hafði að
geyma lista yfir kvörtunarefni ame-
rísku nýlendnanna, var Franklin
beðinn um að leggja hana fyrir
brezka þingið.
Um hríð virtist sem sættir milli
Englands og amerísku nýlendnanna
væru hugsanlegar. Eftir „Teboðið í
Boston“ (þ.e. er tekistunum var
varpað útbyrðis. Þýð.), hafði brezka
þingið samþykkt nokkra lagabálka
í hefndarskyni. Og álitu þeir, sem
andsnúnir voru amerísku nýlendun-
um, að þau mundu ráða niðurlögum
íbúa Massachusettsnýlendunnar. En
hið gagnstæða gerðist. íbúar ný-
lendunnar sameinuðust þess í stað í
andstöðu sinni gegn brezkum yfir-
ráðum.
Brezka þingið var leyst upp á
tíma þessa hættulega millibils-
ástands. Meðan nýjar kosningar
fóru fram, komu margir óopinberir
sendimenn að máli við Franklin með
leynd. Bornar voru fram afsökunar-
beiðnir vegna þeirrar smánarlegu
meðferðar, sem hann hafði hlotið.
Síðan bað Richard Howe lávarður
Franklin um að semja áætlun, sem
gæti myndað samningagrundvöll.
Hann bætti því við, að hann ætlaði
ekki að reyna að hafa áhrif á Frank-
lin með loforðum um persónuleg
laun honum til handa, en bætti því
þó við, að hann mætti búast við
„hverjum þeim launum, sem væri á
valdi ríkisstjórnarinnar að veita.“
Það kom mjög illa við Franklin,
er Howe lávarður gaf þannig óbeint
í skyn, að það væri hægt að kaupa
alla menn. Þegar Franklin sagði
þessa sögu síðar, sagði hann, að lá-
varðurinn hefði þannig „spýtt í súp-
una“. En hann gerði samt áætlun
eina, og var helzta tillaga hennar
sú, að England afnæmi öll þau laga-
ákvæði og gerði allar þær endur-
bætur, sem Meginlandasþingið hafði
nefnt í bænarskjali sínu. En þegar
hið nýja brezka þing kom saman,
neitaði mikill meirihluti þingmanna
Franklin um leyfi til þess að leggja
bænarskrána fram.
Þessum ósigri fylgdu svo þær
dapurlegu fréttiír, að Deborah
Franklin væri dáin. Fregn þessi
hafði djúp áhrif á Franklin. Eigin-
kona hans hafði harmað það mjög,
að hann ákvað að dvelja áfram í