Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 33
HIN NÝJA MYND ALHEIMSINS
31
hvor í annan. En samt er hún
grundvöllur alls. Vatnsefnisfrum-
eindirnar mynda þunna hjúpa, sem
svífa í gegnum sólkerfaþyrpingarn-
ar. Öðru hverju þjappast þessar
frumeindir meira saman og mynda
„loftský“. Séu nægilega margar
frumeindir í því, eru þau þyngdar-
aflsáhrif, sem hver frumeind hef-
ur á nágranna sinn, nægileg til
þess að halda skýinu saman, þ.e.
hindra, að það leysist upp.
Þannig byrjar þetta allt saman.
Og nú byrjar fastastjarna að mynd-
ast. Þyngdaraflið kann að vera veik-
asta aflið í geimnum, en það „gefst
aldrei upp“, og því stærra sem ský
vatnsefnisfrumeindanna er þeim
mun sterkara verður hið sameigin-
lega þyngdarafl þeirra.
Þetta loftský verður að vera stórt
til þess að það geti þétzt svo mjög,
að það verði að fastastjörnu. Og
þegar stjörnufræðingur segir, að það
verði að vera „stórt“, þá á hann
ekki við „frekar stórt“, heldur 10
trilljón mílur í þvermál í þessu til-
felli eða næstum 3000 sinnum stærra
en allt sólkerfið okkar. Þegar slíkri
stærð er náð, fer skýið að dragast
saman, þar sem þyngdaraflið verður
svo sterkt, að vatnsefnisfrumeind-
irnar þjappast alltaf þéttar og þétt-
ar saman.
Nú hefst nýr kafli sköpunarinnar.
Þegar skýið hefur þétzt, byrjar það
að hitna mjög. Þegar myndazt hef-
ur 100.000 stiga hiti á Fahrenheit í
kjarna skýsins, má segja, að há-
marki viss þróunarstigs sé náð. Við
þennan hita rekast vatnsefnisfrum-
eindirnar svo harkalega hver á aðra,
að þær aðskiljast í jákvæðar og nei-
kvæðar kjarnaagnir að nýju. Skýið
sem er nú „aðeins“ orðið 100 milljón
mílur í þvermál, hefur nú breytzt í
það, sem kallað er „plasma". Þar er
um að ræða blöndu tveggja loftteg-
unda. Önnur samanstendur af nei-
kvæðum „elektrónupn", sem hrinda
hver annarri frá sér, en hin af já-
kvæðum „prótónum“, sem hrinda
einnig hver annarri frá sér. Þessar
„hrindingar“ halda áfram í um 10
milljón ár, en á meðan vex hitastig
„skýjaboltans“ stöðugt vegna stöð-
ugs þrýstings þyngdaraflsins.
Loks hefur „skýjaboltinn“ þjapp-
azt svo mjög saman, að hann er
orðinn aðeins milljón mílur í þver-
mál og hitastigið í kjarna hans er
komið upp í 20 milljón stig á Fah-
renheit. Þegar þessu stigi er náð,
hefst „kjarnorkustríð“. „Prótónurn-
ar“ eru nú farnar að skellast saman
af svo ofsalegum krafti, að þær
renna saman í eitt. Þessu heldur
áfram, þar til fjórar „prótónur“ hafa
runnið saman og myndað þannig
kjarna nýs frumefnis, sem kallast
helium. Samruni þessi er svipaður
því, sem gerist í vatnsefnissprengju.
En sprengjurnar framleiða aðeins
heliumgas í pundatali. Framleiðslan
í sólinni í sólkerfi okkar er t.d. 564
milljón tonn á sekúndu.
Þannig fæðist stjarna, þ.e. þegar
eldur kjarnorkusamrunans kviknar.
Kraftur sprenginganna út á við frá
„kjarnorkuofninum í miðkjarna
„skýjaboltans“ er nákvæmlega jafn
krafti þyngdaraflsins, sem beinist
inn á við í átt til miðkjarnans. Og
þannig verður stærð „boltans" stöð-
ug. Þannig er einmitt ástand sólar-
innar okkar núna, en hún er fasta-