Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 99

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 99
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI 97 smám saman fjarlægzt hvort annað eftir því sem árin liðu. Hún hélt áfram að vera smákaupmannsdóttir, illa menntuð, næstum ólæs og ó- skrifandi. Og henni var meinilla við það, hversu miklum tíma Franklin eyddi í opinber mál. Þar að auki fyrirleit hún William. Franklin var magnlaus gagnvart öllum þessum erfiðu heimilisað- stæðum. Debora hafði alið manni sínum tvö börn. Sally Franklin var ímynd móður sinnar. Þeim hafði einnig fæðzt sonur, Francis Foiger Franklin, en hann hafði dáið úr bólusótt fjögurra ára gamall. Eftir dauða hans gerði Debora William lífið svo erfitt, að hann neyddist til þess að flytjast burt af heimilinu. Franklin elskaði Deboru að vísu, en það var augsýnilegt, að William var honum samt ástfólgnastur. Hann hafði erft gáfur föður síns, og hon- um var það sönn gleði að taka þátt í öllum störfum hans. Þegar Frank- lin lagði af stað í Englandsförina, tók hann því William með sér. í sex ár samfleytt unnu þeir sam- an í Lundúnum. Þeir háðu baráttu við Pennklíkuna fyrir dómstólunum og öfluðu sér áhrifamikilla vina. Böndin, sem tengdu föður og son, styrktust nú ár frá ári, er þeir máttu þola saman súrt og sætt. Stundum báru þeir sigur úr býtum, en stundum áttu þeir við mikla erf- iðleika að etja. Þegar William játaði það fyrir föður sínum, að hann væri líka orðinn faðir óskilgetins sonar, tók Franklin á sig fjárhagslega byrði af framfærslu og menntun drengsins. Eftir þetta víxlspor sitt hófst William handa við störfin af enn meira kappi en áður. Hann tók að leggja stund á lögfræði og lauk háskólaprófi í þeirri grein. Þeir studdu báðir málstað nýlendunnar leynt og ljóst og ráku mál hennar gegn Pennklíkunni af hinu mesta kappi. Og svo fór að lokum, að Pennklíkan lét undan og samþykkti að greiða gjöld af landareignum sín- um í nýlendunni. Þetta var stórkostlegur sigur, en samt skyggði enn annar sigur Franklins á hann. Var þar um að ræða meistaralega samningasnilli af hans háifu. Það var sem sé að mestu fyrir áhrif Franklins, að William var útnefndur Konunglegur land- stjóri í New Jerseynýlendunni. Nokkrum mánuðum síðar stóð Franklin í dómshúsinu í Perth Am- boy í New Jersey, er William lagði hönd á biblíuna og sór að halda við yfirráðum Georgs konungs 3. í hinni konunglegu nýlendu New Jersey. Þetta var stórt augnablik fyrir Franklin. Áður en William hélt í sendiför sína til Englands, hafði hann mátt þola það að vera snið- genginn og fyrirlitinn meðal heldra fólksins í Fíladelfíu, vegna þess að hann var óskilgetinn sonur konu af lágum stigum. En nú virtist framtíð hans örugg. Hann hafði snúið aftur til Ameríku með unga eiginkonu, Elizabeth Downes að nafni, og var nú kominn í mikla virðingarstöðu, er mundi gera hann að mjög valda- miklum manni. Franklin hóf aftur stjórnmála- störf sín í Fíladelfíu, þegar þau William og Elizabeth voru búin að koma sér fyrir í landstjórabústaðn- um í New Jersey. Franklin hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.