Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 101

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 101
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDlNGUNNl 9!) vísu höfðu innflutnings- og útflutn- ingsgjöld verið lögð á nýlendurnar allt frá fyrstu tíð, en þetta var í fyrsta skipti, sem brezka þingið hafði x-áðgert að leggja beina innan- landsskatta á Ameríkumenn, skatta, er renna skyldu til Englands, en ekki til nýlendnanna. Orðrómur um, að slík lagasetning væri í aðsigi, hafði borizt til nýlendnanna, og Franklin vissi, að Ameríkumenn stóðu allir gegn þessari skatt- heimtuaðferð. Basnarskjalið til konungs um, að Pennsylvaníunýlenda yrði leyst undan yfirráðum Pennættarinnar, hvarf nú algerlega í skuggann fyrir þessu geysilega alvarlega máli. Franklin fylgdist með umræðum í brezka þinginu dag eftir dag og ræddi málin þess á milli við áhrifa- mikla vini sína. En fréttirnar, sem honum bárust, voru yfirleitt ekki góðar. Dapur í bragði skrifaði hann einum vini sínum í Fíladelfíu þessi orð, jafnvel áður en þingið hafði samþykkt lagafrumvarpið sem lög: „Stimpilgjaldslögin verða samþykkt þrátt fyrir alla þá mótspyrnu, sem við höfum getað veitt gegn þeim.“ En hann sá ekki fyrir, hversu snögg viðbrögð nýlendubúa yrðu í máli þessu. Sumarið 1765 bárust fréttir um það til Lundúna, að Ame- ríkumenn vildu alls ekki sætta sig við nýja gjaldið. Allt norðan frá Boston suður til Virginíu lýstu ný- lenduþing og dagblöð því yfir, að þetta væru ólög hin mestu. Hópar manna réðust á heimili stimpil- gj aldsinnheimtumannanna, neyddu þá til þess að segja af sér. Stundum voru heimili þeii'ra jafnvel eyðilögð. Franklin bárust mörg bréf, þar sem hann var varaður við því, að mikill uppreisnarandi færi nú sem logi yfir akur í nýlendunum. Davíð Hall, útgáíufélagi hans, skrifaði honum á þessa leið: „Ég vildi, að þú værir staddur hérna, og samt mundi ég þá verða hræddur um öryggi þitt, þar sem andi fólksins er svo eindregið á móti hverjum þeim, sem það heldur, að hafi átt hina minnstu aðild að stimpilgjaldslögunum. Og það hefur fengið þá flugu í höfuðið, að þú hafir átt þinn þátt í að semja þau.“ William Franklin, nýlendu- stjóri í New Jersey, lýsti yfir van- þóknun sinni á hinni „skammarlegu hegðun“ múgsins í Boston og sagði, að sér þætti leitt að verða að skýra frá því, að stimpilgjaldsinnheimtu- maðurinn í New Jersey hefði sagt af sér. Hámarki náðu þessi slæmu tíðindi svo í bréfi frá Deboru Franklin, en í því skýrði hún manni sínum frá því á ljósan hátt, þótt illa væri það stafsett, að hún hefði neyðzt til þess að verja hendur sínar vegna þessar- ar afstöðu fólksins. Hún sagði að hópur manna í Fíladelfíu hefði byrj - að að ræða um að rífa hús þeirra til grunna, sem álitnir voru standa að ólögum þessum. Og Benjamín Franklin var ofarlega á þeim lista. „Við breittum einnu herbirgi í vyrrki,“ skrifaði Debora í bréfi sínu. „Ég skippulakði so varrnirnar uppá loffti ettir þí sem hækt var.“ Hún brást hin versta við, þegar nágrann- arnir ráðlögðu henni að flýja. „Ég saggðisst vera allveg vis um, að þú hevðir ekki gerrt neinnum neit meinn.“ Til allrar hamingju urðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.