Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 97
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNl
95
margir þeir, sem voru honum lítt
kunnir, álitu, að hann hlyti að vera
ósköp „auðveldur viðfangs“. En und-
ir hinui aðlaðandi og ljúfa yfir-
borði var hörð tinna, sem lét sig
ekki. Snemma á útgáfuferli sínum
lenti hann í miklum deilum við
blaðið . „Mercury“ er keppinautar
hans á sviði blaðaútgáfu gáfu út. Þá
kom eitt sinn nefnd vina hans til
hans og ráðlagði honum að vera
svolítið hófsamari, hvað, snerti
stjórnmálaskoðanir er hann birti í
blaði sínu. Þeir sögðu, að „Mercury“
styddi Eignaflokkinn, en það var
flokkur þeirra, sem studdu stjórn
sona Williams Penns í nýlendunni.
En Franklin var á móti stjórnmála-
skoðunum og athöfnum Pennklík-
unnar.
Strax og hann hafði gert sér grein
fyrir því, hvað fyrir sendinefndinni
vakti, sagðist hann vera of önnum
kafinn sem stæði til þess að mega
vera að því að hlusta á hana. En
hann bætti því við, að honum væri
aftur á móti sönn ánægja að hlusta
á hana, ef hún vildi snæða kvöld-
verð með honum á heimili hans. Og
um kvöldið var sendinefndin saman
komin umhverfis kvöldverðarborð
Franklins. Nefndarmenn urðu stein-
hissa, þegar Debora bar ekki annað
á borð en skál með einhverri furðu-
legri kássu í ásamt könnu af köldu
vatni.
Franklin jós kássunni á diskinn
sinn og tók til snæðings. Gestirnir
fylgdu dæmi hans, en í hvert skipti
sem þeir reyndu að skýra stjórn-
málalega afstöðu sína fyrir Frank-
lin, urðu þeir að gefast upp, því að
þeir áttu svo erfitt með að koma
matnum niður. En Franklin hélt
áfram að borða, án þess að minnstu
svipbrigða gætti á andliti hans. Loks
gátu mennirnir ekki þolað þetta
lengur og spurðu Franklin, hvaða
rétt þeir væru að borða,
„Þið sjáið, á hve fábrotinni fæðu
ég get lifað,“ svaraði Franklin hvat-
skeytlega. „Sá, sem getur lifað á
búðingi úr sagi og vatni einu sam-
an, þarfnast ekki verndar eða náðar
nokkurs manns.“
SYNINUM KIPPTI í KYNIÐ
Rekstur fyrirtækja Franklins stóð
nú með miklum blóma, og lagði
hann hagnaðinn í verðmætar fast-
eignir. Franklin kom nú að máli við
einn af prenturum síum, Davíð Hall
að nafni, og bar fram uppástungu.
Franklin sagðist vera reiðubúinn til
þess að fá honum allt fyrirtækið í
hendur með skriflegum samningi,
dagblaðið, almanakið og prentsmiðj-
una, til fullrar eignar að 18 árum
liðnum, ef Hall samþykkti að reka
fýrirtæki þessi þangað til og deila
hagnaðinum til helminga milli
þeirra. Hall samþykkti uppástung-
una, og Franklin fékkst nú eingöngu
við athuganir og tilraunir á sviði
rafmagnsins næstu fjögur árin.
Þessar tilraunir hans öfluðu hon-
um ekki aðeins heimsfrægðar, held-
ur gerðu þær hann einnig að goð-
sagnakenndri persónu í Fíladelfíu.
Franklin hafði óskaplega gaman af
að skemmta vinum sínum með „raf-
magnssýningum“. Hann framkallaði
minni háttar eldingar, gerði málma
glóandi og lét víra dansa til og frá.
Hann kom fyrir eldingarvara á
reykháfinum á húsi sínu og tengdi