Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 17
ER HÆGT AÐ LEYSA VANDAMÁL MENGUNAR
15
að reisa nýjar vatnshreinsunar- og
vatnsendurhreinsunarstöðvar í
borgum og bæjum. Slíkar stöðvar
mundu auðvitað gera óhreint vatn
hreinna. En þær hafa samt sína
galla. Andstætt hinum dýru þrí-
hreinsunarstöðvum drepa þær ekki
veirur, sem eru manninum lífs-
hættulegar. Þær breyta einnig líf-
rænum úrgangi í ólífræn efnasam-
bönd, sérstaklega nítröt og fosföt.
Þegar þeim er dælt út í ár og vötn,
mynda þær ágætan gróður fyrir
vatnajurtir, sem dafna því ört og
deyja síðan. Við rotnun leifa þeirra
eyðist mestallt uppleyst súrefni, sem
fyrir er í vatninu. Því „deyja“ stöð.u-
vötnin í þeim skilningi, að þau verða
súrefnislaus, fisklaus, en troðfull af
alls konar illgresi.
Vísindamenn á þessu sviði eru
hræddastir við það, hve menn
tæknialdarinnar eru ofboðslega fá-
fróðir um þessar fyrirsjáanlegu af-
leiðingar. Peter Ritchie-Calder lá-
varður bendir á það í „Utanríkis-
tíðindum“, að hvorki stjórnmála-
menn né eðlisfræðingar, sem gerðu
fyrstu kjarnorkusprengjuna, hafi
gert sér fulla grein fyrir afleiðing-
um af geislavirknisáhrifum spreng-
inganna. Mennirnir, sem gerðu
fyrstu bílana, sáu það ekki fyrir, að
útbreiðsla bílanna mundi gera borg-
ir að risavöxnum bílastæðum og
breyta grænum völlum í þjóðvega-
net um víða veröld. í Bandaríkjun-
um einum eru árlega lagðir nýir
þjóðvegir, götur, gangstéttir og
bílastæði á rúmlega milljón ekra
landssvæði, sem hélt áður lífinu í
trjám og runnum, sem framleiddu
súrefni.
Gáleysi mannsins hefur jafnvel
raskað jafnvægi í iðrum jarðar.
Jarðeðlisfræðingurinn Gordon J.F.
MacDonald hefur lýst því yfir, að
jörðin taki að skjálfa, hvar sem
risavaxnar vatnsstíflur eru byggð-
ar. Hinn ofsalegi þungi vatnsins í
uppistöðulónunum að baki stíflu-
garðanna eykur álagið á jarðlögin
rétt undir yfirborði jarðar, þar sem
áður ríkti eðlilegt álag. Þar af leið-
andi „víkja“ risavaxnir hlutar jarð-
skorpunnar hver frá öðrum með
þeim afleiðingum, að jörðin tekur
að skjálfa. MacDonald varar við því,
að eitt nýjasta ráðið gegn sívaxandi
mengun geti einmitt valdið jarð-
skjálftum (og hefur þegar gert það
nálægt borginni Denver). Er þar
um að ræða þá aðferð, að dæla flj ót-
andi kemisku úrgangsefni niður í
djúpa brunna.
í
HIN JÁRNHÖRÐU LÖG
MÓÐUR NÁTTÚRU
En jafnvel LaMont C. Cole við
Cornellháskólann, sem er einn af
þeim vísindamönnum á þessu sviði,
er aðhyllast „dómsdagskenning-
una“, örvæntir þó ekki alveg: „Það
hafa orðið slíkar framfarir á þessu
sviði síðustu fimm árin, að ég gæti
jafnvel orðið dálítið bjartsýnn, ef
ég gæti mín ekki.“
Ekki skortir bjartsýniskenndar
hugmyndir um aðferðir til þess að
endurskapa og viðhalda jafnvægis-
hringrásinni í umhverfi mannsins.
Sú breyting, sem lofar beztu núna,
er gerbylting á sviði almennings-
álitsins. Við erum að minnsta kosti
byrjuð að snúast gegn saurgun og
mengun á hæsta stigi. En raunveru-