Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 85

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 85
EKKI ERU ALLIR KARLMENN HETJUR 83 held henni í faðmi mínum, hugsaði ég. María hafði ekkert á móti þessu. Hún var miklu kjarkmeiri en kjarnakarlar þeir er hún hafði séð til hér á „Andreu Doriu“ í nótt. Eg hallaði mér út yfir borðstokkinn og fylgdi henni með augunum. Lítill bátur virtist vera á leiðinni til okk- ar, frá vöruflutningaskipinu „Cape Ann“, en hann var enn í hundrað metra fjarlægð. María starði upp með skipshlið- inni til mín, alla leiðina, en þegar hún átti eftir svo sem þriðjung veg- ar, varð hún allt í einu hrædd. Ef til vill hefur taugin hert of mikið að henni. Að minnsta kosti fórnaði hún upp höndum og kallaði: — Mamma, mamma! En við þetta tók hún þegar að renna úr lykkjunni. Ég stirðnaði upp af skelfingu. Svo fleygði ég af mér jakkanum, reif mig úr buxunum og fór að klifra upp á borðstokkinn. Gamall maður greip í handlegg minn og reyndi að stöðva mig: — Gerðu ekki þetta! hrópaði hann. — Gerið það ekki! Þér bara steinrotið yður! Barninu yðar bjargar einhver, verið þér vissar!.... Barninu yðar bjargar einhver. .. . Mér lá við að hlæja. Fæstir þeirra manna sem ég hafði fyrirhitt á skipinu, björguðu ekki sínum eig- in börnum, hvað þá annarra. Ég sleit mig lausa af gamla mann- inum og stökk útbyrðis. Það var tólf metra hæð niður að sjávarmáli. Ég vissi að mér var óhætt þótt þungur væri sjór, en hvernig skyldi mér ganga í myrkri? Myndi ég finna Maríu, þegar ég kæmi upp á yfirborðið aftur? Ótal hugsanir fóru um heila minn með- an ég barðist við að þoka mér upp á við. Hönd Guðs hlýtur að hafa leitt mig þessa nótt, því þegar mér skaut upp á ný, rakst ég í fótinn á Maríu. Einu andartaki síðar hefði það orð- ið um seinan. Mér tókst að koma Maríu upp á herðarnar og bað hana að halda sér fast í hár mitt. Svo synti ég með hægri handleggnum og fótunum á móti bátnum frá „Cape Ann“. HEIL Á HÚFI Nú voru öldurnar orðnar krapp- ari og brutu harkalega á „Andreu Doriu“. Það var því hættulegt fyrir lítinn bát að koma nærri skipinu. Ég þurfti að synda nærri hundrað metra og varð að lyfta mér upp eins og ég gat, alla leiðina, til þess að halda höfðinu á Maríu upp úr vatninu, í bátnum frá „Cape Anní' voru fimm menn. Þeir lyftu Maríu inn í bátinn og þar næst mér sjálfri. Þeg- ar þeir náðu mér inn yfir borð- stokkinn og sáu að ég var alstrípuð, vöfðu þeir um mig treyju. Hún var svo stór að María komst líka fyrir í henni. Nú var okkur borgið. É'g reyndi að segja sjómönnun- um frá því á svo góðri ensku sem ég gat, hvílíkur fjöldi kvenna og barna væri enn úti á- „Andrea Doriu“ og biði hjálpar. Ekki veit ég hvort þeir hafa skilið mig, en ég sá að þeir reyndu að ná enn nær skipinu, þótt bátur þeirra væri smár. É'g benti þeim líka á aðra telpu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.