Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 121

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 121
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI 119 ráðherrar hans voru enn andsnúnir siálfstæði amerísku nýlendnanna. En svo bætti hann við nokkrum orð- um, sem hann vissi, að berast mundu til eyrna framámanna andspyrnu- flokksins: ,,Ég hef umboð til þess að semia um frið.“ Meginlandsþing amerísku ný- lendnanna hafði skipað friðarnefnd, sem í voru meðal annars þeir Frank- lin, John Jay og John Adams. Og í rúmt ár féll mestur þungi stöðugra fundarstarfa á herðar Franklins, er þeir áttu hvern fundinn af öðrum með brezkum fulltrúum. Eftir mik- ið þóf var hvert málið á fætur öðru útkháð á fundum þessum. Bretland viðurkenndi Ameríku sem sjálf- stætt ríki, ákveðin voru ný landa- mæri, teknar voru ákvarðanir um skuldir frá árum fyrir stríð og rétt Ameríkumanna til fiskveiða á mið- um Nýfundnalands. Að lokum var aðeins einn ásteyt- ingarsteinn eftir í vegi fullnaðar- friðarsamninga. Þar var um að ræða skaðabætur fyrir það, sem konungs- sinnar höfðu glatað í Ameríku. Jay og Adams voru báðir reiðubúnir til að samþykkia einhveriar slíkar greiðslur, en Franklin neitaði alger- ]e5a að samþykkia nokkrar skaða- bótagreiðslur. Það er til skýring á þessum skorti hans á samvinnuvilja í þessu efni, skýring, sem enginn annar ævi- sagnaritari hefur gert sér grein fyr- ir. Sonur Franklins var nú kominn til Lundúna sem fulltrúi hóps kon- ungssinna, sem hafði farið fram á það við konung, að hann bætti þeim fiárhagslegt tjón þeirra vestanhafs. Það var óhjákvæmilegt, að Franklin setti sig gegn öllum skaðabóta- greiðslum, eftir að hann frétti þetta, og hvikaði hvergi frá þeirri afstöðu sinni. Árið 1780 höfðu. sem sé þær frétt- ir borizt Franklin til eyrna, sem hann gleymdi aldrei né fyrirgaf. William Franklin hafði verið látinn laus í skiptum fyrir amerískan fariga og hafði nú gerzt forseti „Ráðs sameinaðra konungssinna“. Þar var um skæruliðasamtök að ræða, og undir forystu Williams höfðu sam- tök þessi hafið miskunnarlausar árásir í New Jersey, New York og Cor.necticut. William Franklin var ekki aðeins orðinn stjórnmálalegur óvinur, heldur var hann nú farinn að úthella blóði amerískra samlanda sinna, sem höfðu stutt þann mál- stað, sem Beniamín Franklin hafði helgað allt sitt líf. Að áliti Benja- míns Frankiins eyðilagði þessi stað- reynd allar vonir um, að það bil, sem myndazt hafði milli þeirra feðganna, yrði nokkru sinni brúað úr þessu. Að lokum vann Franklin sigur. Konungssinnar fengu engar skaða- bætur frá Ameríku, þegar friðar- samningar voru u.ndirritaðir. Franklin hitti son sinn aðeins einu sinni enn á lífsleiðinni. Árið 1785 út- nefndi ameríska þingið loks Thomas Jefferson sem sendiherra sinn í Frakklandi, og skyldi hann taka við því embætti af Franklin. Og hinn aldni heiðursmaður sigldi því heim til Ameríku. Skipið kom við í brezku hafnarborginni Southamp- ton, og þar gafst Franklin tækifæri til þess að dvelja meðal vina í nokkra daga og kveðja þá. Einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.