Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 121
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI
119
ráðherrar hans voru enn andsnúnir
siálfstæði amerísku nýlendnanna.
En svo bætti hann við nokkrum orð-
um, sem hann vissi, að berast mundu
til eyrna framámanna andspyrnu-
flokksins: ,,Ég hef umboð til þess að
semia um frið.“
Meginlandsþing amerísku ný-
lendnanna hafði skipað friðarnefnd,
sem í voru meðal annars þeir Frank-
lin, John Jay og John Adams. Og í
rúmt ár féll mestur þungi stöðugra
fundarstarfa á herðar Franklins, er
þeir áttu hvern fundinn af öðrum
með brezkum fulltrúum. Eftir mik-
ið þóf var hvert málið á fætur öðru
útkháð á fundum þessum. Bretland
viðurkenndi Ameríku sem sjálf-
stætt ríki, ákveðin voru ný landa-
mæri, teknar voru ákvarðanir um
skuldir frá árum fyrir stríð og rétt
Ameríkumanna til fiskveiða á mið-
um Nýfundnalands.
Að lokum var aðeins einn ásteyt-
ingarsteinn eftir í vegi fullnaðar-
friðarsamninga. Þar var um að ræða
skaðabætur fyrir það, sem konungs-
sinnar höfðu glatað í Ameríku. Jay
og Adams voru báðir reiðubúnir til
að samþykkia einhveriar slíkar
greiðslur, en Franklin neitaði alger-
]e5a að samþykkia nokkrar skaða-
bótagreiðslur.
Það er til skýring á þessum skorti
hans á samvinnuvilja í þessu efni,
skýring, sem enginn annar ævi-
sagnaritari hefur gert sér grein fyr-
ir. Sonur Franklins var nú kominn
til Lundúna sem fulltrúi hóps kon-
ungssinna, sem hafði farið fram á
það við konung, að hann bætti þeim
fiárhagslegt tjón þeirra vestanhafs.
Það var óhjákvæmilegt, að Franklin
setti sig gegn öllum skaðabóta-
greiðslum, eftir að hann frétti þetta,
og hvikaði hvergi frá þeirri afstöðu
sinni.
Árið 1780 höfðu. sem sé þær frétt-
ir borizt Franklin til eyrna, sem
hann gleymdi aldrei né fyrirgaf.
William Franklin hafði verið látinn
laus í skiptum fyrir amerískan
fariga og hafði nú gerzt forseti „Ráðs
sameinaðra konungssinna“. Þar var
um skæruliðasamtök að ræða, og
undir forystu Williams höfðu sam-
tök þessi hafið miskunnarlausar
árásir í New Jersey, New York og
Cor.necticut. William Franklin var
ekki aðeins orðinn stjórnmálalegur
óvinur, heldur var hann nú farinn
að úthella blóði amerískra samlanda
sinna, sem höfðu stutt þann mál-
stað, sem Beniamín Franklin hafði
helgað allt sitt líf. Að áliti Benja-
míns Frankiins eyðilagði þessi stað-
reynd allar vonir um, að það bil,
sem myndazt hafði milli þeirra
feðganna, yrði nokkru sinni brúað
úr þessu.
Að lokum vann Franklin sigur.
Konungssinnar fengu engar skaða-
bætur frá Ameríku, þegar friðar-
samningar voru u.ndirritaðir.
Franklin hitti son sinn aðeins einu
sinni enn á lífsleiðinni. Árið 1785 út-
nefndi ameríska þingið loks Thomas
Jefferson sem sendiherra sinn í
Frakklandi, og skyldi hann taka við
því embætti af Franklin. Og hinn
aldni heiðursmaður sigldi því heim
til Ameríku. Skipið kom við í
brezku hafnarborginni Southamp-
ton, og þar gafst Franklin tækifæri
til þess að dvelja meðal vina í
nokkra daga og kveðja þá. Einn