Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 71

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 71
BJÖRGUN Á ELLEFTU STUNDU 69 ferð. Sjúkrabifreiðin lagði af stað í áttina til Gömlu hafnar, sem var í fjögurra mílna fjarlægð. Guðrún og Stanley Kramek fylgdu henni eftir. Þau veltu fyrir sér orðunum, sem þau höfðu heyrt í móttökutækinu, og reyndu að mynda sér skoðun um, hvað orðin höfðu merkt í raun og veru. Er talað um að ,,bjarga“ lif- andi manni, en að ,,ná“ látnum? Og hafði röddin sagt „persónu" eða „persónum". Rennilegi, grái strandvarðarliðs- báturinn var þegar kominn að landi, er þau komu til Gömlu hafn- ar. Stanley hljóp niður á bryggj- una og ruddi sér leið í gegnum mannþyrpinguna. „Hleypið mér í gegn!“ bað hann. Á afturþilfari bátsins fann hann tvær litlar ver- ur, vafðar í teppi. Þær sátu uppi, þær voru lifandi! Þær brostu til hans og hlógu og grétu samtímis. Og sama gerði hann sjálfur. Hjúkrunarkona Sjálfboðaliðs- björgunarsveitarinnar mældi blóð- þrýsting barnanna og æðaslátt, gaf þeim dálítið súrefni og lýsti því yf- ir, að þau mættu fara í land. Mann- fjöldinn klappaði, þegar fjölskyld- an steig á land. Það voru tár í aug- um margra og margar hendur á lofti, sem vildu snerta þau, er þau gengu framhjá. „Við báðum fyrir ykkur,“ sögðu nokkrir áhorfenda. Kramekhiónin hlógu, töluðu og snertu hvort annað, er þau voru komin aftur heim í sumarhúsið sitt. Þau voru sem ölvuð af þeirri vitn- eskju, að fjölskyldan væri aftur saman komin heil á húfi. Það var sem Diane hefði vaxið i augum þeirra, Diane, með hin gráu, hrein- skilnislegu augu móður sinnar, gædd sömu sjálfsstjórn og hún, Di- ane, sem hafði til að bera ákveðinn vilja föður síns til þess að bregðast aldrei, heldur leysa ætíð starf sitt vel af hendi, Diane, gædd sinni eigin yndislegu mildi og gæzku. „Ég vissi, að Stephen hafði náð í hjálp,“ sagði Diane við þau, „vegna þess að ég gat séð allt þetta fólk niðri á Sandeyri. Og ég sagði Matt, að bráðum kæmi bátur að sækja okkur. É'g hafði Matt oftast á bakinu á mér, er ég synti bringu- sund. En þegar honum varð kalt, lét ég hann synda sjálfan við hlið mér til þess að koma blóðrásinni vel af stað aftur. Hann var mjög þægur og gerði allt, sem ég sagði honum að gera, og kvartaði aldrei.“ Matthew var rjóður af æsingu vegna þessa ævintýris, sem hafði endað svo vel. Hann bætti við: „Við töluðum saman, og Diane sagði skrýtlur og gamansögur og spurði mig, hvort ég kynni sönginn „Ósvik- inn kjarkur", en það kunni ég ekki. Hún kallaði mig „Matta vatna- rottu“ og ég þóttist verða vondur. Stundum velti hún sér við og synti á bakinu og lét mig hvíla mig á maganum á sér, en ég hélt utan um mittið á henni. Svo sparkaði ég fast með löppunum til þess að hjálpa okkur til að halda okkur á floti.“ „Ég hafði áhyggjur af þokunni, sem kom,“ viðurkenndi Diane. „I hvert skipti og alda lyfti okkur upp, þá bað ég þess heitt, að mér tækist að koma auga á vitann. Og það tókst mér reyndar alltaf, en hann varð sífellt ógreinilegri. Við Matt veifuðum handleggjunum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.