Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 62
60
Hann reyndi að koma til okkar aft-
ur, en ég vísaði honum að heiman
með samþykki hennar. Þetta var í
nóvember. Það var kuldi og rign-
ing. Hann var í þunnri peysu og
hattlaus, og ég horfði á eftir honum,
er hann gekk fyrir horn og ég sá
hann ekki lengur. Við reyndum að
sannfæra hvort annað um það yfir
kvöldmatnum, að eina von hans lægi
í því, að hann félli ofan í algert for-
að hyldýpisins og risi þaðan upp
fyrir eigin ramleik, ef hann kærði
sig þá um það. En er hér var komið
máli, hafði sonur vinafólks okkar
dáið af of stórum eiturlyfjaskammti,
og hætturnar, sem lágu í leyni á
krákustigunum niður í foraðið, voru
okkur augljósar.
Ég vaknaði klukkan tvö um nótt-
ina og leit út um gluggann. Ég leit
út um gluggann og vænti þess alls
ekki að sjá hann, heldur mynd hans,
er hann gekk út í rigninguna í
þunnu peysunni sinni. Ég var fullur
siálfsmeðaumkunar yfir því að þurfa
að vera á fótum klukkan tvö að
nóttu, glímandi við slíkt vandamál.
En svo var eins og hula félli frá
augum mínum og ég væri ekki leng-
ur haldinn slíkri eigingirni. Mér
skildist, að hvað Mark snerti, var
ekki aðeins um eina vökunótt að
ræða. Allar nætur yrðu honum
vökunætur umkomuleysis og bjarg-
arleysis, nema við tækjum hann aft-
ur á heimilið. Það var eina vonin.
Annars mundi hann stöðugt leita á
náðir sprautunnar á sínum vöku-
nóttum til þess að njóta örstuttrar
gleymsku með hjálp hennar. Ég
gerði mér nú grein fyrir því, að það
var útilokað, að ég gæti gleymt því
TJRVAL
nokkru sinni, hversu vænt mér þótti
um son minn. Ég vissi, að ég mundi
halda áfram að líða sömu þjáning-
arnar og hann, líkt og eitrinu væri
dælt i æð mér.
HEIMKOMAN
Ég fann Mark loks á sjúkrahúsi,
sem hann hafði verið fluttur á vegna
lifrarveiki. Ég sagði við hann, að
við skyldum reyna að klóra okkur
einhvern veginn fram úr þessu í
sameiningu. Ég sagði, að við skyld-
um forðast að gera miklar áætlanir
langt fram í tímann. Ég sagði, að við.
skyldum reyna okkar bezta, hvort
sem um áframhaldandi skólanám
yrði að ræða eða ekki. Ég bætti því
við, að vonandi félli hann ekki aft-
ur, en ef svo revndist, yrðum við að
taka því.
Og því kom Mark heim til okkar
aftur. Og hann féll fljótlega fyrir
freistingunni skömmu fyrir jólin.
Allar heitstrengingar mínar voru nú
gleymdar. Ég hafði strengt þess heit,
að missa ekki stjórn á mér. En nú
var sú heitstrenging gleymd. Og við
rifumst æðislega sem fyrrum, þang-
að til hann fór burt. Hann sneri heim
aftur á aðfangadag, og við áttum
friðsæl og indæl jól saman, þótt ör-
yggisleysið biði okkar við næsta fót-
mál. Tveim dögum síðar féll hann
aftur, en í þetta skipti vorum við
farnir að tala saman í síma strax
næsta morgun vegna gagnkvæmrar
þarfar okkar. Við vorum alveg
hreinskilnir hvor við annan. Við
þráðum báðir það sama. Hann kom
heim síðdegis sama dag. Og síðan í
ársbyrjun hefur hann enn ekki fall-
ið fyrir freistingunni.