Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 14
12
ÚRVAL
Bílarnir í Bandaríkjunum
sem nú eru orðnir 83 mill-
jónir talsvns, valda 60%
allrar mengunar í borgun-
um. Mennimir, sem gerðu
fyrstu bílana, sáu það ekki
fyrir, að þeir mundu gera
borgir að rísastórum bíla-
stœðum
úrgangsefna á svifið í sjónum (phy-
toplankton), örsmáar jurtir og dýr,
sem berast með straumnum. En líf-
verur þessar framleiða um fimmta
hluta af súrefni jarðarinnar. Ef það
hefði t.d. tekið illgresis- og skor-
dýraeitur úr risaolíuflutningaskip-
inu „Torrey Canyon“ í stað olíu,
hefði eitrunin þurrkað út allt svif
í Norðursjónum.
JAFNVÆGI HRINGRÁSAR
MÓÐUR NÁTTÚRU
Vandamálið er ekki aðeins fólgið
í sífellt minni „gæðum“ mannlegs
lífs, heldur er um það að ræða,
hvort manninum tekst að halda velli
og lifa áfram á þessari jörð. Það er
um líf eða dauða að tefla. Þýðing
þeirrar vísindagreinar, sem fiallar
um möguleika á áframhaldandi lífi
hans hér á jörð og kölluð hefur
verið „ecology“. vex nú hröðum
skrefum. Sérfræðingar þessarar vís-
indagreinar reyna nú mjög til þess
að gera mannkyninu það skilianlegt,
hversu mikið er í húfi. Ákafi þeirra
er slíkur, að það er sem hinir frægu
spámenn Gamla testamentisins séu
þar endurbornir. Þeir hika ekki við
að spá heimsendi, ef mannkynið
heldur að sér höndum í þessu efni.
En samt eru þeir ekki sviptir allri
von. „Við höfum tíma til stefnu .. .
kannski æviskeið einnar kynslóðar,“
segir Barry Commoner við Wash-
ingtonháskólann í St. Louis, „frest,
sem nemur ævi einnar kynslóðar til
þess að. bjarga umhverfi mannsins
frá lokaáhrifum þess ofbeldis, sem
við höfum beitt það.“
Þessi nýja vísindagrein (ecology)
fjallar um það, hvernig lífverurnar