Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 67
65
BJÖRGUN Á ELLEFTU STUNDU
þessi litla eyja, sem er eins og lítill,
grænn smaragður í blárri safírum-
gerð Atlantshafsins úti fyrir strönd
Rhode Islandfylkis við eystra mynni
Löngueyjarsunds. Nokkur hundruð
gesta höfðu flykkzt til gistihúsa,
sumarhúsa og gistiheimila á eyj-
unni til þess að fá nú loks tækifæri
til þess að njóta sandsins og sjávar-
ins.
Kramekfjölskyldan frá Parsip-
pany í New Jerseyfylki hafði hald-
ið af stað klukkan 15 mínútur yfir
2 frá sumarhúsinu, sem þau höfðu
á leigu. Átján ára dóttir hjónanna,
Diane að nafni, hafði hvatt þau til
þess að halda norður til Kúvíkur í
góða veðrinu. Kúvík er lítil hamra-
vík á norðurenda eyjarinnar, þar
sem vindar gnauða tíðum. Hún er
hrikalega fagurt heimili máva og
sálna drukknaðra sjómanna. Á
þessari hrikalegu strönd stendur
viti úr steini og steinsteypu. Og
líkist hann allmikið lítilli, einfaldri
kirkju með sjálfvirkt Ijósker í
kirkjuturninum. Rétt fyrir norðan
vitann mjókkar eyjan og endar í
50 feta breiðri sandeyri, sem ber
nafnið Sandeyri og teygir sig all-
langt norður eftir undir sjávarflet-
inum og endar í hinu hættulega
Norðurrifi. Hér langaði Diane til
þess að eyða deginum.
Dagbókarfærsla hennar þ. 3. ágúst
hljóðar svo: „Á morgun ætla ég að
fara og eyða öllum deginum á Sand-
eyri. Útsýnið hefur hrifið mig
geysilega. Einhvern tíma ætla ég að
byggja mér lítinn kofa þar. Þetta
er svo dásamlegur staður til þess
að eyða hveitibrauðsdögunum á.“
AUÐ STRÖND
Faðir Diane, Stanley Kramek að
nafni, fyrrverandi yfirmaður í flot-
anum, hafði tekið með sér stöng-
ina norður eftir og byrjaði fljót-
lega að veiða í flæðarmálinu. Guð-
rún, kona hans, myndarleg kona,
sem var nú að jafna sig eftir upp-
skurð á mjöðm, sem nýlega hafði
verið gerður á henni, setti upp
málaragrindur sínar og fór að
teikna. Stephen sonur þeirra, 13 ára
gamall, og vinur hans, Matthew
Hikel, 12 ára gamall, sem var gest-
ur þeirra í sumarhúsinu, héldu í
könnunarleiðangur í vesturátt. Di-
ane hélt í norður og kom sér þægi-
lega fyrir efst uppi á sandhól ná-
lægt vitanum og lét sig dreyma þar
unaðslega drauma í sólarflóðinu.
Klukkan var hálfþrjú.
Að klukkutíma og stundarfjórð-
ungi liðnum kallaði Guðrún til
manns síns óttasleginni röddu: „Ég
heyri, að Stephen er að hrópa!“
Maðurinn hennar var þá einmitt að
draga fyrsta fenginn á land. Það
var sandhákarl.
Stanley kom rétt strax auga á
son sinn. Stephen hafði hlaupið yfir
sandhólana alla leið frá vitanum.
Hann var að niðurlotum kominn af
þreytu og ofsahræðslu.
--------------------------------s
Við ceptum, þegar við kom-
um auga á bátinn. En þeir
fóru framhjá okkur . ..
v____________________________/