Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 98
96
URVAL
Hið sögulega augnablik, þegar Benjamin Franklin og sonur ihans gerðu til-
raunina, sem sannaöi, að rafmagn vceri í eldingunni.
hann við tvær litlar klukkur í stig-
anum. A milli klukknanna var lítil
látúnskúla, sem hékk í silkiþræði.
Þegar vírinn sem lá frá eldingarvar-
anum, fékk í sig rafhleðslu, sveiflað-
ist kúlan fram og aftur og sló í
klukkurnar og tilkynnti þannig öll-
um, að húsið væri „rafmagnað“.
Franklin elskaði að vísu vísindin,
en samt var hugsjónin um þjónustu
við almenning honum enn hjart-
fólgnari. Það var næstum óhjá-
kvæmilegt, að hann flæktist inn í
stjórnmálin. Árið 1751 var hann
kosinn á þing Pennsylvaníunýlend-
unnar og hóf þannig nýjan starfs-
feril, sem skildi eftir óafmáanlega
drætti í sögu þessa lands.
Hann varð skjótt helzti maður
andstöðunnar gegn Pennklíkunni,
en meðlimir hennar bjuggu í Eng-
landi. Áhugi þeirra á nýlendunni
beindist að því einu að græða á
henni eins mikið og framast var
unnt. Árið 1757 geisaði stríð við
Frakka og Indíánaflokka við landa-
mæri Pennsylvaníu-nýlendunnar.
Pennklíkan neitaði að greiða nokk-
ur gjöld af landareignum sínum ný-
lendunni til hjálpar til þess að verja
landamæri sín. Þing nýlendunnar
brá skjótt við og samþykkti að senda
Franklin til Lundúna til þess að
reyna að breyta þessari afstöðu
Pennklíkunnar, sem var stórhættu-
leg fyrir nýlenduna.
Franklin yrði því að dvelja lang-
dvölum að heiman, en samt sam-
þykkti hann að takast þessa sendi-
för á hendur. Þau Debora höfðu