Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
Það er löng og lág bygging. í því
eru bjartir svefnsalir, borðsalur,
skólastofur, kennaraíbúðir og skrif-
stofur.
Framkvæmd annarra áætlana
fylgdi fljótt á eftir. Hugh skipu-
lagði „læfenalejðangra" í baráttu
sinni við mýraköldufaraldra, sem
geisuðu æ ofan í æ á eyðimerkur-
sléttunum hinum megin við Keren.
í leiðöngrum þessum tóku þátt
bandarískir herlæknar, hjúkrunar-
konur frá Friðarsveitunum og eþí-
ópískt aðstoðarfólk lækna. Hann
tók í notkun ónotaða byggingu í
Keren og breytti henni í fyrsta
flokks fæðingardeild til þess að
reyna að minnka hinn skelfilega
ungbarnadauða þar. Þar njóta
hundruð eþíópískra kvenna lækn-
ismeðferðar og umönnunar. Hugh
fann, hvernig forvitni fólksins um
umheiminn óx nú hröðum skrefum.
Því lét hann lagfæra aðra ónotaða
byggingu og breytti henni í al-
menningsbókasafn.
Nýjasta og langsamlega stærsta
Downeyáætlunin er bygging nýs,
myndarlegs sjúkrahúss í Keren, þar
sem rúm verður fyrir 75 sjúklinga.
Og á að opna það í þessum mánuði
(þ.e. júlí. Þýð.). Þar hefur gamall
draumur rætzt. Árum saman hafði
Hugh vitað, að það yrði að koma
á laggirnir einhvers konar skipu-
legri læknis- og heilbrigðisþjónustu
þarna í héraðinu. Húsið hans í Ker-
en var orðið að eins konar ,,Mekka“,
sem sjúkir leituðu til úr öllum átt-
um. Sumir þeirra höfðu jafnvel orð-
ið að ganga heila dagleið til þess
að ná fundi hans. Og allt þetta fólk
hrópaði á hjálp. Og í ferðum sínum
til annarra þorpa sá hann og frétti
um fjölda fólks, sem hafði sára
þörf fyrir læknishjálp og sjúkra-
húsvist.
Nú er þetta sjúkrahús ekki leng-
ur draumsýn hans ein. Svo er að
mestu leyti Lalmasamtökunum í
Kansas City fyrir að þakka. Það
var reist samkvæmt uppdrætti, sem
arkitektafyrirtæki eitt í Kansas
City gerði ókeypis fyrir samtökin.
Kostnaðurinn við sjúkrahúsbygg-
inguna reyndist aðeins verða brot
af því, sem slíkt hefði kostað í
Bandaríkjunum, þar með talið and-
virði gefinna húsgagna og húsbún-
aðar, röntgenmyndatækja og ann-
arra nýtízku lækningatækja. Ríkis-
stjórn Eþíópíu sér sjúkrahúsinu
fyrir læknum og hjúkrunarkonum.
Dr. Robert A. McLaughlin, skurð-
læknir frá Oklahoma City, og eig-
inkona hans, sem er fullgild hjúkr-
unarkona, greiddu sjálf fargjald sitt
til Eþíópíu í byrjun síðasta árs til
þess að gefa góð ráða viðvíkjandi
byggingu og rekstri sjúkrahússins.
Hann hefur fengið leyfi frá störf-
um sínum í Oklahoma City til þess
að gerast yfirlæknir sjúkrahússins
í Keren um tíma.
LAUNIN, SEM MÁLI SKIPTA.
„Herra Hugh“ og „Ungfrú Marty“
eru stöðugt að koma fram með nýj-
ar áætlanir til þess „að halda áhuga
fólksins á sjálfshjálp stöðugt vak-
andiíí. Áætlað er að hrinda í fram-
kvæmd nú í ár stofnun tilrauna-
búgarðs á landareign, sem eþíópíska
ríkisstjórnin hefur boðið Lalmba-
samtökunum í þessu skyni. Einnig