Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 60

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 60
58 ÚRVAL vegu. Nú var leyndarmálið loks dregið fram í dagsljósið, leyndar- málið, sem hann hafði þagað alger- lega yfir í sjö mánuði. Hann sagði mér ýtarlega frá líðan sinni. Það var sem allt hringsnerist fyrir augum mér. Og öll sú þekking, sem ég hafði hingað til álitið mig hafa á lífinu og mönnunum, varð nú að dufti og ösku á einu augnabliki. Þetta var að vísu ofboðslega erfið stund. En þó var okkur báðum léttir að því, að hið ósegjanlega hafði verið sagt og staðreyndirnar viðurkenndar. í SÖMU SPORUM Við kynntumst miskunnarlausum staðreyndum þennan dag. f hreppn- um okkar, sem er einn auðugasti hreppur í öllum Bandaríkjunum, en einnig eitt mesta eiturlyfjabæli landsins, er ekki til ein einasta op- inber hjálparstöð eða heilsuhæli fyrir eiturlyfjaneytendur. Það var aðeins um að ræða einn lækni, sem hafði það fyrir sérgrein að aðstoða unga eiturlyfjaneytendur. En þar var um einkarekstur að ræða. Einn- ig var til eitt einkahæli, sem rekið var af fyrrverandi eiturlyfjaneyt- endum (sem gátu þó ekki séð sjúk- lingum fyrir lyfjum). Þannig var ástandið vorið 1969, þegar við kom- umst að því, hvernig ástatt var um Mark. Og þannig er ástandið enn þann dag í dag í þessum efnum. Læknirinn, sem við ræddum við, var skilningsríkur og gaf okkur nokkra von, þótt hann vildi ekki segja neitt ákveðið í þeim efnum. Hann sagði, að slíkir eiturlyfja- neytendur sem Mark, sem hafa að- eins neytt eiturlyfja um stutt skeið, hefðu góða möguleika á að losna við þennan ávana. Hann ráðgerði að hefja strax methadonelyfjameð- höndlun í tengslum við regluleg viðtöl. (Methadone er sjálft áhrifa- mikið lyf. Það gerir eiturlyfjaneyt- andanum fært að losna undan áhrifum heroinsins, en gerir hann samt háðan hinu nýja lyfi, þótt læknar voni, að þar sé ekki um varanleg, vanamyndandi áhrif að ræða, heldur aðeins stutt bráða- birgðaáhrif). „Elskið hann og treystið honum,“ sagði læknirinn við okkur. „Þið skuluð ekki láta ykkur bregða, þótt hann falli einu sinni eða tvisvar. Við því er aðeins að búast. En falli hann þrisvar eða fjórum sinnum . .“ Hann iauk ekki við setninguna, en hristi aðeins höfuðið. Næsta mánuðinn féll Mark sam- tals sex sinnum. Við vorum stödd í sömu sporum og fyrr. Eini munur- inn var sá, að nú vissum við, hvar við vorum stödd. Mér lærðist að vera undirförull njósnari, meðan Mark var heima. Ég athugaði ó- hreinu skyrturnar hans í leit að blóðblettum, sem sýndu, að hann notaði enn sprautuna. Ég leitaði í skúffunum hans að tækjum eitur- lyfjaneytandans og fann svo dag- bókina hans í einni slíkri leit. Við uppgötvuðum, að gítarinn hans var horfinn fyrir löngu. Hann hafði selt hann til þess að fá peninga fyrir eit- urlyfjum. Dag einn falsaði hann ávísun, svo að eftir það voru ávís- anaheftin vandlega falin á heimil- inu. Hvert vandamál eiturlyfjaneyt- andans fylgdi í kjölfar annars. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.